Sandra B. Franks

Þjóðin stendur með sjúkraliðum
Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu.

Við fögnum en gleymum ekki
Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu.

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Nýlega birtist greinin „Fjárfestum í hjúkrun“ eftir Ólaf Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Þar kemur m.a. fram hversu mikilvægt það er að tryggja viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða innan spítalans.

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun.

Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði
Á síðustu misserum hefur margt verið sagt um geðheilbrigðismál hér á landi, en hugmyndirnar eru fleiri en raunverulegar aðgerðir. Gögnin sem liggja fyrir í umfjöllun síðasta árs sýna að afleiðingar af ónógri þjónustu og úrræðaleysi í geðheilbrigðiskerfinu eru kostnaðarsamar, sársaukafullar og í sumum tilvikum lífshættulegar.

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi.

Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar?
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er að finna nokkur atriði sem tengjast heilbrigðismálum. Við í Sjúkraliðafélagi Íslands fögnum mörgu í þessum sáttmála.

Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir miklum áskorunum, ekki síst þegar kemur að mönnun og gæðum þjónustunnar. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki umönnun og nærhjúkrun í daglegri starfsemi heilbrigðisstofnana. Hins vegar er ljóst að staða þeirra þarf að vera sterkari, bæði hvað varðar starfsumhverfi, nýliðun og möguleikum til að þróast í starfi.

Evrópudagur sjúkraliða
Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla.

Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð?
Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum.

Óljós viðurkenning þrátt fyrir stefnu stjórnvalda
Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi.

Heilbrigðiskerfi á tímamótum
Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda.

Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna
Aldursdreifing sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem ekki eru á lífeyrisaldri (yngri en 67 ára) sýnir ákveðinn mun á meðalaldri þessara stétta. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru sjúkraliðar að meðaltali eldri en hjúkrunarfræðingar.

Öldrunarþjónustan – tækifæri og áskoranir
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra.

Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla
Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu.

Varðmenn valdsins
Það ætti ekki að dyljast neinum hvern hin svokallaða valdastétt styður í komandi forsetakosningum.

Halla Hrund Logadóttir: Framtíðarforseti Íslands?
Nú eru spennandi tímar. Í nýjustu skoðanakönnun Prósents fyrir forsetakosningarnar 2024, deilir Halla Hrund Logadóttir efsta sætinu með tveimur öðrum frambjóðendum. Staðan er hins vegar sú að hún stendur þeim framar sem efnilegur valkostur í embætti forseta Íslands.

Halla Hrund Logadóttir: Framtíðarforseti Íslands?
Nú eru spennandi tímar. Í nýjustu skoðanakönnun Prósents fyrir forsetakosningarnar 2024, deilir Halla Hrund Logadóttir efsta sætinu með tveimur öðrum frambjóðendum.

Kerfisbundið launamisrétti í boði stjórnvalda
Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti.

Hvað þolir þú mikið högg?
Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga.

Jafnréttismál = Groundhog day
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma.

Tvær konur geta leyst stóru málin
Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið.

Rétturinn til að hvílast
Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt.

Góðu fréttirnar sem gleymast...
Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð.

Þjóðarsátt um hvað?
Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur.

Evrópudagur sjúkraliða
Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess.

Óskað eftir endurflutningi ráðherra
Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“.

Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu
Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg.

Sjúkraliðar mættir til leiks
Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra.

Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi
Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi.