Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 26. júní 2025 12:32 Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun