Kerfisbundið launamisrétti í boði stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 11. apríl 2024 11:01 Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun