Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar 25. október 2025 12:02 Ef þú vilt skilja samfélagið, þarftu ekki að lesa langar skýrslur eða fjárlög. Það dugar að staldra við þar sem fólk vinnur með fólki, í leikskólum, á hjúkrunarheimilum, á spítölum og í heimahjúkrun. Þar birtist raunveruleikinn, í augnaráði barns sem bíður, í þreytu starfsfólks sem stendur á vakt í úreltri byggingu, eða í rödd kvenna sem þurfa enn að minna þjóðina á að jafnrétti sé ekki unnið verk. Á örfáum dögum hafa fjögur mál, sem virðast óskyld, varpað skýru ljósi á þetta samhengi. Þau sýna hvernig litlu brotin tengjast. Lagabreytingar sem veikja starfsöryggi, jafnréttisbarátta sem krefst nýrrar orku, heilbrigðisstofnanir sem molna, og börn sem bíða eftir þjónustu sem aldrei kemur. Þetta eru fjórar myndir af samfélagi sem speglast í starfi okkar allra. Nýtt frumvarp um opinbera starfsmenn Á Alþingi liggja nú fyrir áform um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í fyrstu hljómar það eins og venjuleg lagatæknileg endurskoðun, en á bak við orðin felast breytingar sem gætu hrist upp í grunnstoðum starfsöryggis í opinbera geiranum. Lagt er til að ákvæði um formlega áminningu verði fellt brott. Þessi áminning hefur hingað til verið eitt af varnarlínum starfsmannsins gagnvart óréttmætri uppsögn, formlegt ferli sem tryggir að ágreiningur sé skjalfestur og að starfsmaður fái tækifæri til úrbóta áður en gripið er til harðari aðgerða. Þegar sú vernd hverfur, stendur starfsmaður berskjaldaður gagnvart geðþóttaákvörðunum yfirmanna. Starfsöryggi er ekki forréttindi. Það er grunnforsenda þess að fólk þori að vinna vinnuna sína af heiðarleika, fagmennsku og ábyrgð, án þess að óttast að ein mistök verði síðasta dagurinn á starfi. Því þegar stjórnvöld leggja til að skera niður varnarlínur í stjórnsýslunni, þá er ekki verið að efla skilvirkni, heldur draga úr réttlæti. Og það er hættuleg vegferð. Því í heilbrigðisþjónustu, þar sem ákvarðanir geta ráðið úrslitum um líf og heilsu, er ótti versti yfirmaðurinn. Baráttan sem aldrei hættir Í gær, þann 24. október gekk fjöldi kvenna út úr vinnu, líkt og mæðurnar þeirra og ömmurnar gerðu áður. Þær gengu út vegna þess að þrátt fyrir áratuga baráttu eru laun kvennastétta enn undir raunvirði, ábyrgðin meiri en umbunin, og virðingin oft hávær í orði, en hljóðlát í verki. Kvennafrídagurinn er ekki nostalgískur minningardagur. Hann er árleg áminning um að jafnrétti er ekki orðið að sjálfvirku flæði. Þegar við tölum um launamun, erum við ekki að tala um prósentur, við erum að tala um lífsafkomu, húsaleigu, afborganir lána, matarinnkaup og áhyggjur. Sjúkraliðar þekkja þetta á eigin skinni. Á meðan loforð um jafnrétti eru skrifuð í skýrslur, eru þeir enn á lægri launum en sambærilegar stéttir, þrátt fyrir mikla ábyrgð og faglega hæfni. Jafnrétti felst ekki í orðum, það felst í virðingu, mælanlegum launum og raunhæfum möguleikum á starfsþróun. Það er ekki hægt að kveðja kvennafrídaginn fyrr en hægt er að kveðja tvöfalt vinnuálag, vanmat og ósýnilega ábyrgð. Bútasaumur og úrelt tæki Fréttir af Landspítala sýna svart á hvítu það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur vitað lengi. Að vinnuaðstæður á stærstu heilbrigðisstofnun landsins eru ekki bara slæmar, heldur í mörgum tilfellum óásættanlegar. Það er verið að vinna við bútasaum, bókstaflega og táknrænt. Þök leka, tæki bila, og starfsfólkið, sem á að sinna lífi og heilsu fólks, þarf sjálft að hafa áhyggjur af því hvort tækið virki næst þegar það er kveikt á því. Þetta er ekki smáatriði í fjárlögum. Þetta er mynd af samfélagi sem hefur sætt sig við að þeir sem standa vaktina fái minna en þeir sem skrifa undir samningana. Það er stundum sagt að heilbrigðiskerfið standi og falli með mannauðnum. En mannauðurinn er ekki ósigrandi. Þegar sjúkraliðar og annað heilbrigðisfólk halda kerfinu gangandi á brostnum innviðum, er það ekki af því að þau hafi óþrjótandi þrek, heldur af því að þau neita að gefast upp. Þau eru ekki vandamálið. Vandamálið er kerfið sem hefur gleymt að virða eigið fólk. Börn sem bíða Samkvæmt nýjustu gögnum Umboðsmanni barna bíða í dag 2.498 börn eftir þjónustu frá stofnuninni. Börn sem lifa á bið, fá greiningu of seint, of litinn stuðning og svör. Og á meðan er starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu að reyna að brúa bilið, með yfirvinnu, samvisku og tilfinningalegri orku sem enginn sjóðsreikningur nær að mæla. Þetta er ekki tölfræði, þetta eru börn með nöfn, andlit, foreldrar, tár og vonbrigði. Og það sem verra er. Þetta er kerfi sem lærir að lifa með vanrækslu. Þegar samfélag venst því að börn bíði, þá er það byrjað að tapa áttum. Börn eiga að vera forgangshópur, ekki biðlistar. Fjórar myndir ein niðurstaða Þegar við setjum þessi fjögur mál saman, lagabreytingar sem veikja starfsöryggi, jafnréttisbaráttu sem þarf að endurnýja, heilbrigðisstofnanir sem slitna í saumunum og börn sem bíða, þá sjáum við ekki fjögur aðskilin vandamál. Við sjáum samfélag í brotum. Við sjáum hvernig fjárlagahugsun, vanræksla og „þetta reddast“-menningin hafa grafið undan grundvallargildum okkar, sem áður voru talin sjálfsögð. Samfélag verður ekki sterkara en fólkið sem þar er. Og enginn veggur verður stöðugri en þeir sem halda honum uppi. Það eru sjúkraliðar og við öll sem sinnum almannaþjónustunni sem höldum samfélaginu gangandi, jafnvel þegar það hallar á okkur sjálf. Og þegar við tölum um kjör, jafnrétti og starfsaðstæður erum við ekki að tala um tölur á blaði heldur um líf fólks. Það sem við biðjum um er sanngirni. Að kerfið standi undir eigin gildum. Að vinnan sem unnin er fyrir fólk, sé metin að verðleikum. Því samfélag sem gleymir því, gleymir sjálfu sér. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Ef þú vilt skilja samfélagið, þarftu ekki að lesa langar skýrslur eða fjárlög. Það dugar að staldra við þar sem fólk vinnur með fólki, í leikskólum, á hjúkrunarheimilum, á spítölum og í heimahjúkrun. Þar birtist raunveruleikinn, í augnaráði barns sem bíður, í þreytu starfsfólks sem stendur á vakt í úreltri byggingu, eða í rödd kvenna sem þurfa enn að minna þjóðina á að jafnrétti sé ekki unnið verk. Á örfáum dögum hafa fjögur mál, sem virðast óskyld, varpað skýru ljósi á þetta samhengi. Þau sýna hvernig litlu brotin tengjast. Lagabreytingar sem veikja starfsöryggi, jafnréttisbarátta sem krefst nýrrar orku, heilbrigðisstofnanir sem molna, og börn sem bíða eftir þjónustu sem aldrei kemur. Þetta eru fjórar myndir af samfélagi sem speglast í starfi okkar allra. Nýtt frumvarp um opinbera starfsmenn Á Alþingi liggja nú fyrir áform um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í fyrstu hljómar það eins og venjuleg lagatæknileg endurskoðun, en á bak við orðin felast breytingar sem gætu hrist upp í grunnstoðum starfsöryggis í opinbera geiranum. Lagt er til að ákvæði um formlega áminningu verði fellt brott. Þessi áminning hefur hingað til verið eitt af varnarlínum starfsmannsins gagnvart óréttmætri uppsögn, formlegt ferli sem tryggir að ágreiningur sé skjalfestur og að starfsmaður fái tækifæri til úrbóta áður en gripið er til harðari aðgerða. Þegar sú vernd hverfur, stendur starfsmaður berskjaldaður gagnvart geðþóttaákvörðunum yfirmanna. Starfsöryggi er ekki forréttindi. Það er grunnforsenda þess að fólk þori að vinna vinnuna sína af heiðarleika, fagmennsku og ábyrgð, án þess að óttast að ein mistök verði síðasta dagurinn á starfi. Því þegar stjórnvöld leggja til að skera niður varnarlínur í stjórnsýslunni, þá er ekki verið að efla skilvirkni, heldur draga úr réttlæti. Og það er hættuleg vegferð. Því í heilbrigðisþjónustu, þar sem ákvarðanir geta ráðið úrslitum um líf og heilsu, er ótti versti yfirmaðurinn. Baráttan sem aldrei hættir Í gær, þann 24. október gekk fjöldi kvenna út úr vinnu, líkt og mæðurnar þeirra og ömmurnar gerðu áður. Þær gengu út vegna þess að þrátt fyrir áratuga baráttu eru laun kvennastétta enn undir raunvirði, ábyrgðin meiri en umbunin, og virðingin oft hávær í orði, en hljóðlát í verki. Kvennafrídagurinn er ekki nostalgískur minningardagur. Hann er árleg áminning um að jafnrétti er ekki orðið að sjálfvirku flæði. Þegar við tölum um launamun, erum við ekki að tala um prósentur, við erum að tala um lífsafkomu, húsaleigu, afborganir lána, matarinnkaup og áhyggjur. Sjúkraliðar þekkja þetta á eigin skinni. Á meðan loforð um jafnrétti eru skrifuð í skýrslur, eru þeir enn á lægri launum en sambærilegar stéttir, þrátt fyrir mikla ábyrgð og faglega hæfni. Jafnrétti felst ekki í orðum, það felst í virðingu, mælanlegum launum og raunhæfum möguleikum á starfsþróun. Það er ekki hægt að kveðja kvennafrídaginn fyrr en hægt er að kveðja tvöfalt vinnuálag, vanmat og ósýnilega ábyrgð. Bútasaumur og úrelt tæki Fréttir af Landspítala sýna svart á hvítu það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur vitað lengi. Að vinnuaðstæður á stærstu heilbrigðisstofnun landsins eru ekki bara slæmar, heldur í mörgum tilfellum óásættanlegar. Það er verið að vinna við bútasaum, bókstaflega og táknrænt. Þök leka, tæki bila, og starfsfólkið, sem á að sinna lífi og heilsu fólks, þarf sjálft að hafa áhyggjur af því hvort tækið virki næst þegar það er kveikt á því. Þetta er ekki smáatriði í fjárlögum. Þetta er mynd af samfélagi sem hefur sætt sig við að þeir sem standa vaktina fái minna en þeir sem skrifa undir samningana. Það er stundum sagt að heilbrigðiskerfið standi og falli með mannauðnum. En mannauðurinn er ekki ósigrandi. Þegar sjúkraliðar og annað heilbrigðisfólk halda kerfinu gangandi á brostnum innviðum, er það ekki af því að þau hafi óþrjótandi þrek, heldur af því að þau neita að gefast upp. Þau eru ekki vandamálið. Vandamálið er kerfið sem hefur gleymt að virða eigið fólk. Börn sem bíða Samkvæmt nýjustu gögnum Umboðsmanni barna bíða í dag 2.498 börn eftir þjónustu frá stofnuninni. Börn sem lifa á bið, fá greiningu of seint, of litinn stuðning og svör. Og á meðan er starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu að reyna að brúa bilið, með yfirvinnu, samvisku og tilfinningalegri orku sem enginn sjóðsreikningur nær að mæla. Þetta er ekki tölfræði, þetta eru börn með nöfn, andlit, foreldrar, tár og vonbrigði. Og það sem verra er. Þetta er kerfi sem lærir að lifa með vanrækslu. Þegar samfélag venst því að börn bíði, þá er það byrjað að tapa áttum. Börn eiga að vera forgangshópur, ekki biðlistar. Fjórar myndir ein niðurstaða Þegar við setjum þessi fjögur mál saman, lagabreytingar sem veikja starfsöryggi, jafnréttisbaráttu sem þarf að endurnýja, heilbrigðisstofnanir sem slitna í saumunum og börn sem bíða, þá sjáum við ekki fjögur aðskilin vandamál. Við sjáum samfélag í brotum. Við sjáum hvernig fjárlagahugsun, vanræksla og „þetta reddast“-menningin hafa grafið undan grundvallargildum okkar, sem áður voru talin sjálfsögð. Samfélag verður ekki sterkara en fólkið sem þar er. Og enginn veggur verður stöðugri en þeir sem halda honum uppi. Það eru sjúkraliðar og við öll sem sinnum almannaþjónustunni sem höldum samfélaginu gangandi, jafnvel þegar það hallar á okkur sjálf. Og þegar við tölum um kjör, jafnrétti og starfsaðstæður erum við ekki að tala um tölur á blaði heldur um líf fólks. Það sem við biðjum um er sanngirni. Að kerfið standi undir eigin gildum. Að vinnan sem unnin er fyrir fólk, sé metin að verðleikum. Því samfélag sem gleymir því, gleymir sjálfu sér. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar