Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni Indriði Stefánsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun