Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 11:05 Skúli segir málið byggja á misskilningi en Eva segir það fjarri sanni. Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. Í september síðastliðnum úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness umræddan lækni, Skúla Tómas Gunnlaugsson, í farbann til 1. nóvember. Úrskurðinum var snúið í Landsrétti en þegar héraðsdómur tók málið til umfjöllunar mótmælti Skúli og hélt því meðal annars fram að allur grunur væri órannsakaður og gagna hefði verið aflað einhliða og án aðkomu kærða. Sjá: Úrskurðir Landsréttar og Héraðsdóms Reykjaness. Engir þeirra einstaklinga sem málið varðaði hefðu fengið lífslokameðferð heldur hefðu þeir fengið líknandi meðferð eða einkennameðferð. Í málinu væri uppi mikill misskilningur en á HSS hefði líknandi meðferð lengi verið skráð sem lífslokameðferð. „Ekki er annað að skilja af orðum læknisins en að sú ákvörðun, byggð á ítarlegri úttekt tveggja sérfræðinga, sjúkragögnum, lyfjaskrá og greinargerðum frá starfsfólki spítalans og aðstandendum hinnar látnu, hafi grundvallast á tómum misskilningi um eðli og framkvæmd meðferðinnar,“ segir Eva í grein sem hefur verið birt á Vísi. Skúli væri grunaður um stórkostleg brot í starfi og í álitsgerð landlæknis um mál móður hennar segði meðal annars: „Andmæli og útskýringar STG á þá leið að hann hafi ekki áformað eða beitt lífslokameðferð (LLM) heldur einkennameðferð eða líknarmeðferð (LM) og að um misskilning sé að ræða fá ekki stuðning í gögnum. Landlæknir felst ekki á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi ráðið skráningu LLM í stað LM. Þvert á móti liggur fyrir að hugtakið lífslokameðferð var skráð því nafni í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem STG skrifaði 28.9.2019. Þá var meðferð DJ frá fyrsta degi síðustu legunnar í eðli sínu samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd.“ Lögregla segir málið geta varðað fangelsisrefsingu Greint hefur verið frá því að rannsókn lögreglu á Skúla varði dauða sex sjúklinga og meðferð fimm annarra. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi en til rannsóknar séu „meint umfangsmikil brot kærða gegn sjúklingum sínum sem hafi verið í mjög viðkvæmri stöðu og að mati lögreglu séu sakir alvarlegar.“ Þá megi ætla að ef ætluð brot sönnuðust myndi það geta varðað fangelsisrefsingu. Eva segir enn fremur að fullyrðingar Skúla um að ekki sé uppi rökstuddur grunur um meingjörðir af hans hálfu séu „algjörlega út úr kortinu“. Í áliti landlæknis segi meðal annars að ekkert sé að finna í gögnum um að reynt hafi verið að þrýsta á um vistun fyrir móður Evu eða til að finna leiðir til að bæta líkamlegt og andlegt ástand hennar og undirbúa fyrir langtímavistun á hjúkrunarheimili. „Þvert á móti virðist áhersla meðferðar fyrst og fremst hafa verið á að bæla og slæva og hvers kyns eftirliti með ástandi hennar eða lífsuppihaldandi meðferð hætt. Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut,“ segir í álitinu. Eva segir ekki nóg með að Skúli, sem hún nefnir ekki á nafn, hafi tekið allar helstu ákvarðanirnar um meðferð móður sinnar, heldur hafi hann staðið í vegi fyrir því að hjúkrunarfólk beitti þeim ráðum sem það taldi rétt til að lina kvalir hennar. „Lífslokalæknirinn er grunaður um stórfelld brot í starfi gagnvart ellefu sjúklingum. Sum málanna eru rannsökuð sem möguleg manndrápsmál enda liggur fyrir rökstuddur grunur byggður á sjúkragögnum, ítarlegum rannsóknum sérfræðinga og skriflegum og munnlegum framburði læknisins sjálfs. Áhuga vekur að það var ekki fyrr en eftir að læknirinn mætti í skýrslutöku (og útskýrði væntanlega allan þennan misskilning) sem lögreglan fór fram á farbann. Lífslokalæknirinn er nú í endurhæfingu á bráðalyflækningadeild Landspítalans. Þar er hann að sögn yfirmanna undir eftirliti og því vonandi skaðlaus. Væri ekki líka alveg upplagt að senda grunaða barnaníðinga í endurhæfingu sem starfsmenn leikskóla? Undir eftirliti að sjálfsögðu,“ segir Eva. Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ 29. nóvember 2021 15:37 Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. 25. nóvember 2021 23:43 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Lögregla rannsakar sex andlát og mál fimm annarra sjúklinga á HSS Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem hún telur mögulegt að hafi borið að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga eru einnig í skoðun. 24. nóvember 2021 10:32 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Í september síðastliðnum úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness umræddan lækni, Skúla Tómas Gunnlaugsson, í farbann til 1. nóvember. Úrskurðinum var snúið í Landsrétti en þegar héraðsdómur tók málið til umfjöllunar mótmælti Skúli og hélt því meðal annars fram að allur grunur væri órannsakaður og gagna hefði verið aflað einhliða og án aðkomu kærða. Sjá: Úrskurðir Landsréttar og Héraðsdóms Reykjaness. Engir þeirra einstaklinga sem málið varðaði hefðu fengið lífslokameðferð heldur hefðu þeir fengið líknandi meðferð eða einkennameðferð. Í málinu væri uppi mikill misskilningur en á HSS hefði líknandi meðferð lengi verið skráð sem lífslokameðferð. „Ekki er annað að skilja af orðum læknisins en að sú ákvörðun, byggð á ítarlegri úttekt tveggja sérfræðinga, sjúkragögnum, lyfjaskrá og greinargerðum frá starfsfólki spítalans og aðstandendum hinnar látnu, hafi grundvallast á tómum misskilningi um eðli og framkvæmd meðferðinnar,“ segir Eva í grein sem hefur verið birt á Vísi. Skúli væri grunaður um stórkostleg brot í starfi og í álitsgerð landlæknis um mál móður hennar segði meðal annars: „Andmæli og útskýringar STG á þá leið að hann hafi ekki áformað eða beitt lífslokameðferð (LLM) heldur einkennameðferð eða líknarmeðferð (LM) og að um misskilning sé að ræða fá ekki stuðning í gögnum. Landlæknir felst ekki á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi ráðið skráningu LLM í stað LM. Þvert á móti liggur fyrir að hugtakið lífslokameðferð var skráð því nafni í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem STG skrifaði 28.9.2019. Þá var meðferð DJ frá fyrsta degi síðustu legunnar í eðli sínu samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd.“ Lögregla segir málið geta varðað fangelsisrefsingu Greint hefur verið frá því að rannsókn lögreglu á Skúla varði dauða sex sjúklinga og meðferð fimm annarra. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi en til rannsóknar séu „meint umfangsmikil brot kærða gegn sjúklingum sínum sem hafi verið í mjög viðkvæmri stöðu og að mati lögreglu séu sakir alvarlegar.“ Þá megi ætla að ef ætluð brot sönnuðust myndi það geta varðað fangelsisrefsingu. Eva segir enn fremur að fullyrðingar Skúla um að ekki sé uppi rökstuddur grunur um meingjörðir af hans hálfu séu „algjörlega út úr kortinu“. Í áliti landlæknis segi meðal annars að ekkert sé að finna í gögnum um að reynt hafi verið að þrýsta á um vistun fyrir móður Evu eða til að finna leiðir til að bæta líkamlegt og andlegt ástand hennar og undirbúa fyrir langtímavistun á hjúkrunarheimili. „Þvert á móti virðist áhersla meðferðar fyrst og fremst hafa verið á að bæla og slæva og hvers kyns eftirliti með ástandi hennar eða lífsuppihaldandi meðferð hætt. Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut,“ segir í álitinu. Eva segir ekki nóg með að Skúli, sem hún nefnir ekki á nafn, hafi tekið allar helstu ákvarðanirnar um meðferð móður sinnar, heldur hafi hann staðið í vegi fyrir því að hjúkrunarfólk beitti þeim ráðum sem það taldi rétt til að lina kvalir hennar. „Lífslokalæknirinn er grunaður um stórfelld brot í starfi gagnvart ellefu sjúklingum. Sum málanna eru rannsökuð sem möguleg manndrápsmál enda liggur fyrir rökstuddur grunur byggður á sjúkragögnum, ítarlegum rannsóknum sérfræðinga og skriflegum og munnlegum framburði læknisins sjálfs. Áhuga vekur að það var ekki fyrr en eftir að læknirinn mætti í skýrslutöku (og útskýrði væntanlega allan þennan misskilning) sem lögreglan fór fram á farbann. Lífslokalæknirinn er nú í endurhæfingu á bráðalyflækningadeild Landspítalans. Þar er hann að sögn yfirmanna undir eftirliti og því vonandi skaðlaus. Væri ekki líka alveg upplagt að senda grunaða barnaníðinga í endurhæfingu sem starfsmenn leikskóla? Undir eftirliti að sjálfsögðu,“ segir Eva.
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ 29. nóvember 2021 15:37 Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. 25. nóvember 2021 23:43 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Lögregla rannsakar sex andlát og mál fimm annarra sjúklinga á HSS Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem hún telur mögulegt að hafi borið að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga eru einnig í skoðun. 24. nóvember 2021 10:32 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10
Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41
Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ 29. nóvember 2021 15:37
Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. 25. nóvember 2021 23:43
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Lögregla rannsakar sex andlát og mál fimm annarra sjúklinga á HSS Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem hún telur mögulegt að hafi borið að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga eru einnig í skoðun. 24. nóvember 2021 10:32