Er málið svo einfalt að gera þá kröfu að gerendur hætti sjálfir að beita ofbeldi? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 12. desember 2021 16:30 Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar