Leigjendur fordæma stjórnarsáttmálann Anita Da Silva Bjarnadóttir, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, Gunnar Smári Egilsson, Vilborg Bjarkadóttir og Yngvi Ómar Sighvatsson skrifa 28. nóvember 2021 17:01 Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum. Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram óbreyttri stefnu sem hefur ýtt undir hækkun húsnæðiskostnaðar, haldið tug þúsundum fjölskyldna á ótryggum okurmarkaði leiguhúsnæðis og fjölda fólks alfarið utan húsnæðismarkaðar. Félagsfundur Samtaka leigjenda, sem haldinn var í gær, krafði ríkisstjórnina um stefnubreytingu í húsnæðismálum. Fundurinn hvatti til stórátaks í uppbyggingu húsnæðis og að leigjendur yrðu varðir fyrir okri og óöryggi. Hár húsnæðiskostnaður er helsta einstaka ástæða fjárhagserfiðleika fjölskyldna og fátæktar á Íslandi samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Það er einnig viðurkennt um allan heim að dýrt og ótryggt húsnæði grefur undan öllum öðrum félagslegum aðgerðum. Því eru öflug og traust húsnæðisstefna grunnur að öllum félagslegum aðgerðum stjórnvalda. Ríkisstjórn sem ekki gætir að húsnæðismálum er ríkisstjórn sem ekki gætir að félagslegu öryggi í samfélaginu. Stjórn Samtaka leigjenda fordæmir þessa vanrækslu ríkisstjórnarinnar. Sú húsnæðisstefna sem ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa fylgt hefur magnað upp brask og okur á húsnæðismarkaði, keyrt upp söluverð og útilokað því fjölda fjölskyldna frá því að eignast íbúðir. Og þá skiptir engu þótt til aðgerðanna sé ætíð blásið undir því yfirskyni að markmiðið sé að tryggja fólki húsnæði. Niðurstaðan hefur orðið þveröfug, það hefur aldrei verið fleira fólk á Íslandi sem ekki getur keypt sér húsnæði. Húsnæðiseklan, sem þessari stefna getur af sér, hefur líka skrúfað upp leiguverð svo tugir þúsunda fjölskyldna bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, í mörgum tilfellum 50, 60 eða 70 prósent af ráðstöfunarfé fólks. Það er langt umfram hættumörk. Í eðlilegu samfélagi ættu allar bjöllur að klingja. Við búum við hættuástand í húsnæðismálum. Húsnæðismarkaðurinn einkennist af stjórnleysi þar sem fólk og fyrirtæki í gróðasókn ráða ferðinni. Markaðurinn er aðlagaður að kröfum þessa aðila um hagnað en ekki þörfum almennings fyrir öruggt og ódýrt húsnæði. Þau sem eiga fé og hafa aðgengi að lánsfé níðast innan þessa kerfis á þeim sem standa verr efnahagslega. Þetta er siðlaust ástand og klár afleiðing húsnæðisstefnu stjórnvalda undangenginna áratuga, stefnu sem þessi ríkisstjórn ætlar sér að framlengja næstu fjögur árin. Ríkisstjórn sömu flokka lofaði við undirritun kjarasamninga 2019 að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar. Einnig að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn. Sem er skrítið orðalag því sá stuðningur hefur enginn verið. Ríkisstjórnin sveik þessi loforð sín. Nú endurtaka ráðherrarnir hluta þessa loforð, um endurskoðun húsaleigulaga, en sleppa því að nefna leigubremsu eða stuðning við samtök leigjenda. Þetta er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin ætli ekki, eftir athugun máls, að standa við loforð sín gagnvart verkalýðshreyfingunni og leigjendum um leigubremsu og stuðning við samtök leigjenda. Staðan er því sú að orð, undirritaðar yfirlýsingar og heit ráðherranna gagnvart leigjendum hafa ekkert gildi. Og ríkisstjórnin ætlar sér ekki að gera neitt til að lina þjáningar fjölskyldna sem eru fórnarlömb húsnæðisstefnu undangenginna ára. Stjórn samtaka leigjenda á Íslandi fordæma því stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnarinnar. Það er óafsakanlegt að setja saman sáttmála ríkisstjórnar í nóvember 2021 án þess að kynna aðgerðir til að bæta stöðu og réttindi leigjenda og boða stórfellda uppbyggingu öruggs og ódýrs húsnæðis. Og stjórnarsáttmáli íslensku ríkisstjórnarinnar sker sig í þessu frá sáttmálum nýrra ríkisstjórna í Þýskalandi og Noregi, sem myndaðar voru í haust. Þar voru kynntar öflugar opinberar aðgerðir til að styrkja húsnæðiskerfin og stöðu leigjenda þótt staðan á húsnæðismarkaði þessara landa sé miklum mun skárri en á Íslandi. Staða íslenskra leigjenda í samanburði við leigjendur í næstu löndum mun því enn versna í tíð þessara ríkisstjórnar. Höfundar eiga sæti í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Húsnæðismál Gunnar Smári Egilsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er ekki að finna neina stefnubreytingu í húsnæðismálum. Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram óbreyttri stefnu sem hefur ýtt undir hækkun húsnæðiskostnaðar, haldið tug þúsundum fjölskyldna á ótryggum okurmarkaði leiguhúsnæðis og fjölda fólks alfarið utan húsnæðismarkaðar. Félagsfundur Samtaka leigjenda, sem haldinn var í gær, krafði ríkisstjórnina um stefnubreytingu í húsnæðismálum. Fundurinn hvatti til stórátaks í uppbyggingu húsnæðis og að leigjendur yrðu varðir fyrir okri og óöryggi. Hár húsnæðiskostnaður er helsta einstaka ástæða fjárhagserfiðleika fjölskyldna og fátæktar á Íslandi samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Það er einnig viðurkennt um allan heim að dýrt og ótryggt húsnæði grefur undan öllum öðrum félagslegum aðgerðum. Því eru öflug og traust húsnæðisstefna grunnur að öllum félagslegum aðgerðum stjórnvalda. Ríkisstjórn sem ekki gætir að húsnæðismálum er ríkisstjórn sem ekki gætir að félagslegu öryggi í samfélaginu. Stjórn Samtaka leigjenda fordæmir þessa vanrækslu ríkisstjórnarinnar. Sú húsnæðisstefna sem ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa fylgt hefur magnað upp brask og okur á húsnæðismarkaði, keyrt upp söluverð og útilokað því fjölda fjölskyldna frá því að eignast íbúðir. Og þá skiptir engu þótt til aðgerðanna sé ætíð blásið undir því yfirskyni að markmiðið sé að tryggja fólki húsnæði. Niðurstaðan hefur orðið þveröfug, það hefur aldrei verið fleira fólk á Íslandi sem ekki getur keypt sér húsnæði. Húsnæðiseklan, sem þessari stefna getur af sér, hefur líka skrúfað upp leiguverð svo tugir þúsunda fjölskyldna bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, í mörgum tilfellum 50, 60 eða 70 prósent af ráðstöfunarfé fólks. Það er langt umfram hættumörk. Í eðlilegu samfélagi ættu allar bjöllur að klingja. Við búum við hættuástand í húsnæðismálum. Húsnæðismarkaðurinn einkennist af stjórnleysi þar sem fólk og fyrirtæki í gróðasókn ráða ferðinni. Markaðurinn er aðlagaður að kröfum þessa aðila um hagnað en ekki þörfum almennings fyrir öruggt og ódýrt húsnæði. Þau sem eiga fé og hafa aðgengi að lánsfé níðast innan þessa kerfis á þeim sem standa verr efnahagslega. Þetta er siðlaust ástand og klár afleiðing húsnæðisstefnu stjórnvalda undangenginna áratuga, stefnu sem þessi ríkisstjórn ætlar sér að framlengja næstu fjögur árin. Ríkisstjórn sömu flokka lofaði við undirritun kjarasamninga 2019 að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar. Einnig að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn. Sem er skrítið orðalag því sá stuðningur hefur enginn verið. Ríkisstjórnin sveik þessi loforð sín. Nú endurtaka ráðherrarnir hluta þessa loforð, um endurskoðun húsaleigulaga, en sleppa því að nefna leigubremsu eða stuðning við samtök leigjenda. Þetta er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin ætli ekki, eftir athugun máls, að standa við loforð sín gagnvart verkalýðshreyfingunni og leigjendum um leigubremsu og stuðning við samtök leigjenda. Staðan er því sú að orð, undirritaðar yfirlýsingar og heit ráðherranna gagnvart leigjendum hafa ekkert gildi. Og ríkisstjórnin ætlar sér ekki að gera neitt til að lina þjáningar fjölskyldna sem eru fórnarlömb húsnæðisstefnu undangenginna ára. Stjórn samtaka leigjenda á Íslandi fordæma því stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnarinnar. Það er óafsakanlegt að setja saman sáttmála ríkisstjórnar í nóvember 2021 án þess að kynna aðgerðir til að bæta stöðu og réttindi leigjenda og boða stórfellda uppbyggingu öruggs og ódýrs húsnæðis. Og stjórnarsáttmáli íslensku ríkisstjórnarinnar sker sig í þessu frá sáttmálum nýrra ríkisstjórna í Þýskalandi og Noregi, sem myndaðar voru í haust. Þar voru kynntar öflugar opinberar aðgerðir til að styrkja húsnæðiskerfin og stöðu leigjenda þótt staðan á húsnæðismarkaði þessara landa sé miklum mun skárri en á Íslandi. Staða íslenskra leigjenda í samanburði við leigjendur í næstu löndum mun því enn versna í tíð þessara ríkisstjórnar. Höfundar eiga sæti í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun