Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 10:38 Stuðningsmenn Assange fyrir utan Háarétt í London þar sem framsalskrafan er tekin fyrir í morgun. AP/Kirsty Wigglesworth Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila