Kallar Greene heimskan svikara Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2025 16:21 Marjorie Taylor Greene og Donald Trump. EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. Í langri færslu á Truth social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að eina ástæðan fyrir því að „Marjorie „Traitor“ Brown“, eins og hann kallar hana í færslunni, hafi orðið „slæm“ sé að hann hafi hafnað henni. „Of mikil vinna, ekki nægur tími, og hugmyndir hennar eru mjög SLÆMAR. Hún minnir mig nokkuð á rotið epli!“ Þá segir hann ástæðu þess að hann kalli hana „brúna“ vera að „grænn verði brúnn undir álagi“. Í færslunni segir Trump að MTG, eins og hún er gjarnan kölluð, hafi aldrei verið MAGA-liði. Enginn hefði getað snúist hugur eins hratt og hún gerði og þá segir hann að hinar nýju skoðanir hennar séu skoðanir mjög heimskrar manneskju. Það hafi verið sannað þegar í viðtali 60 mínútna við hana sem birt var vestanhafs í gær. Í þeim þætti tók Stahl viðtal við Greene og ræddi hún meðal annars við hana um vinaslitin við Trump og MAGA-hreyfinguna. Trump talar um Greene sem „illa undirbúinn svikara“ í viðtalinu og kallar hana aftur heimska. Hluta umfjöllunarinnar um MTG má sjá í spilaranum hér að neðan. Enn neðar má svo finna alla umfjöllunina. Var mikill stuðningsmaður Trumps en er nú að hætta MTG lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að hætta á þingi, eftir að Trump fordæmdi hana sem svikara. Það var eftir að hún og þrír aðrir Repúblikanar, auk allra þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, þvinguðu Trump til að samþykkja birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Hún hefur einnig farið gegn forsetanum þegar kemur að utanríkis- og heilbrigðismálum í Bandaríkjunum og hefur Trump farið mikinn gegn henni í kjölfarið. Sjá einnig: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ MTG var lengi mikill stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar en hún var fyrst kjörin á þing árið 2020. Hún hefur verið mjög umdeild á þingi og hefur tekið þátt í að dreifa samsæriskenningum, eins og þeim sem kenndar eru við QAnon. Þingkonan fetar nú sama veg og þó nokkrir aðrir andstæðingar Trumps innan Repúblikanaflokksins hafa fetað áður. Hinir Repúblikanarnir sem hafa hætt í flokknum vegna deilna við Trump, eða verið bolað úr flokknum, hafa þó tilheyrt hefðbundnari væng stjórnmálaflokksins. MTG er fyrsti MAGA-liðinn sem lendir í deilum sem þessum við forsetann. Meðal þess sem Greene sagði í viðtalinu við 60 mínútur var að hún væri sannfærð um að þingmenn Repúblikanaflokksins væru hræddir við Trump. Það að þeir óttuðust neikvæðar færslur á Truth social væri helsta ástæða þess að þeir þorðu ekki að standa í hárinu á honum. Hún sagði einnig að þó að þingmenn þyrðu ekki að gagnrýna Trump opinberlega myndi það sem þeir segðu bak við lokaðar dyr valda hneykslan ef það yrði opinberað. Greene sagðist hafa horft upp á marga kollega sína fara úr því að gera grín að Trump og því hvernig hann talaði og að gera grín að henni fyrir að styðja hann yfir í það að „kyssa á honum rassinn“ eftir að hann vann forval Repúblikanaflokksins 2024. Þá hafi margir ákveðið að setja MAGA-húfuna á höfuðið í fyrsta sinn. Alla umfjöllun 60 mínútna um Greene má sjá hér að neðan. Greene sagði frá því á X í gær að frá því hún settist fyrst á þing hafi hún tilkynnt 773 morðhótanir til lögreglunnar. Það séu bara þær hótanir sem hafa borist gegnum póst, tölvupóst eða síma og ekki fjölmargar aðrar á netinu eða í raunheimum. Hún sagðist aldrei hafa fengið öryggisverði frá þinginu vegna þessara hótana en lögregluþjónar í heimabæ hennar hafi ávallt staðið vörð yfir henni þar. Sjá einnig: Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana MTG sagði í færslunum að fyrstu árin hafi hótanir þessar flestar borist frá aðilum á vinstri væng bandarískra stjórnmála. Það hafi þó breyst hratt vegna afstöðu hennar í Epstein-málinu og með því að Trump snerist gegn henni. Einhverjar hótanir hafa beinst að fjölskyldu hennar og syni og sendi hún þær til Trumps og starfsmannastjóra hans. Hún segir hann hafa brugðist við með ásökunum í hennar garð og „núll samúð“. 2/4 All of the death threats came from the “left” until I stood with the Epstein Survivors, woman who were raped as teenagers, abused, and trafficked by rich powerful men, and that’s when President Trump turned on me and called me a “traitor” and then new death threats and… pic.twitter.com/rcLzK2GpDW— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) December 7, 2025 Í færslu Trumps talar hann einnig um Stahl og 60 mínútur. Hann segir Stahl hata sig og að hún skuldi sér afsökunarbeiðni vegna gamals fréttaflutnings um fartölvu Hunters Biden. Þá segir forsetinn að hann sé þó mest ósáttur við stjórnendur Paramount, nýja eigendur 60 mínútna. Þeir séu engu betri en fyrri eigendurnir fyrir að setja þáttinn í gær í birtingu. Trump vísar til þess að fyrri eigendur 60 mínútna hefðu greitt sér milljónir dala fyrir „falskan fréttaflutning“ um sig. Er hann þá að vísa til þess að Paramount, sem er móðurfélag CBS News, greiddi Trump sextán milljónir dala vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. Snerist máluð um það hvernig eitt svar hennar var klippt. Flestir lagasérfræðingar voru sammála um að Paramount myndi vinna dómsmálið sem Trump höfðaði gegn fyrirtækinu en þrátt fyrir það voru bætur greiddar. Á sama tíma var Paramount að reyna að fá samþykki ríkisstjórnar Trumps vegna samruna við Skydance Media. Það samþykki var veitt skömmu eftir bótagreiðsluna. Forsetinn krefst að endingu þess að Stahl og stjórendur 60 mínútna biðji sig afsökunar vegna frétta um áðurnefnda fartölvu. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Í langri færslu á Truth social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að eina ástæðan fyrir því að „Marjorie „Traitor“ Brown“, eins og hann kallar hana í færslunni, hafi orðið „slæm“ sé að hann hafi hafnað henni. „Of mikil vinna, ekki nægur tími, og hugmyndir hennar eru mjög SLÆMAR. Hún minnir mig nokkuð á rotið epli!“ Þá segir hann ástæðu þess að hann kalli hana „brúna“ vera að „grænn verði brúnn undir álagi“. Í færslunni segir Trump að MTG, eins og hún er gjarnan kölluð, hafi aldrei verið MAGA-liði. Enginn hefði getað snúist hugur eins hratt og hún gerði og þá segir hann að hinar nýju skoðanir hennar séu skoðanir mjög heimskrar manneskju. Það hafi verið sannað þegar í viðtali 60 mínútna við hana sem birt var vestanhafs í gær. Í þeim þætti tók Stahl viðtal við Greene og ræddi hún meðal annars við hana um vinaslitin við Trump og MAGA-hreyfinguna. Trump talar um Greene sem „illa undirbúinn svikara“ í viðtalinu og kallar hana aftur heimska. Hluta umfjöllunarinnar um MTG má sjá í spilaranum hér að neðan. Enn neðar má svo finna alla umfjöllunina. Var mikill stuðningsmaður Trumps en er nú að hætta MTG lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að hætta á þingi, eftir að Trump fordæmdi hana sem svikara. Það var eftir að hún og þrír aðrir Repúblikanar, auk allra þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, þvinguðu Trump til að samþykkja birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Hún hefur einnig farið gegn forsetanum þegar kemur að utanríkis- og heilbrigðismálum í Bandaríkjunum og hefur Trump farið mikinn gegn henni í kjölfarið. Sjá einnig: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ MTG var lengi mikill stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar en hún var fyrst kjörin á þing árið 2020. Hún hefur verið mjög umdeild á þingi og hefur tekið þátt í að dreifa samsæriskenningum, eins og þeim sem kenndar eru við QAnon. Þingkonan fetar nú sama veg og þó nokkrir aðrir andstæðingar Trumps innan Repúblikanaflokksins hafa fetað áður. Hinir Repúblikanarnir sem hafa hætt í flokknum vegna deilna við Trump, eða verið bolað úr flokknum, hafa þó tilheyrt hefðbundnari væng stjórnmálaflokksins. MTG er fyrsti MAGA-liðinn sem lendir í deilum sem þessum við forsetann. Meðal þess sem Greene sagði í viðtalinu við 60 mínútur var að hún væri sannfærð um að þingmenn Repúblikanaflokksins væru hræddir við Trump. Það að þeir óttuðust neikvæðar færslur á Truth social væri helsta ástæða þess að þeir þorðu ekki að standa í hárinu á honum. Hún sagði einnig að þó að þingmenn þyrðu ekki að gagnrýna Trump opinberlega myndi það sem þeir segðu bak við lokaðar dyr valda hneykslan ef það yrði opinberað. Greene sagðist hafa horft upp á marga kollega sína fara úr því að gera grín að Trump og því hvernig hann talaði og að gera grín að henni fyrir að styðja hann yfir í það að „kyssa á honum rassinn“ eftir að hann vann forval Repúblikanaflokksins 2024. Þá hafi margir ákveðið að setja MAGA-húfuna á höfuðið í fyrsta sinn. Alla umfjöllun 60 mínútna um Greene má sjá hér að neðan. Greene sagði frá því á X í gær að frá því hún settist fyrst á þing hafi hún tilkynnt 773 morðhótanir til lögreglunnar. Það séu bara þær hótanir sem hafa borist gegnum póst, tölvupóst eða síma og ekki fjölmargar aðrar á netinu eða í raunheimum. Hún sagðist aldrei hafa fengið öryggisverði frá þinginu vegna þessara hótana en lögregluþjónar í heimabæ hennar hafi ávallt staðið vörð yfir henni þar. Sjá einnig: Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana MTG sagði í færslunum að fyrstu árin hafi hótanir þessar flestar borist frá aðilum á vinstri væng bandarískra stjórnmála. Það hafi þó breyst hratt vegna afstöðu hennar í Epstein-málinu og með því að Trump snerist gegn henni. Einhverjar hótanir hafa beinst að fjölskyldu hennar og syni og sendi hún þær til Trumps og starfsmannastjóra hans. Hún segir hann hafa brugðist við með ásökunum í hennar garð og „núll samúð“. 2/4 All of the death threats came from the “left” until I stood with the Epstein Survivors, woman who were raped as teenagers, abused, and trafficked by rich powerful men, and that’s when President Trump turned on me and called me a “traitor” and then new death threats and… pic.twitter.com/rcLzK2GpDW— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) December 7, 2025 Í færslu Trumps talar hann einnig um Stahl og 60 mínútur. Hann segir Stahl hata sig og að hún skuldi sér afsökunarbeiðni vegna gamals fréttaflutnings um fartölvu Hunters Biden. Þá segir forsetinn að hann sé þó mest ósáttur við stjórnendur Paramount, nýja eigendur 60 mínútna. Þeir séu engu betri en fyrri eigendurnir fyrir að setja þáttinn í gær í birtingu. Trump vísar til þess að fyrri eigendur 60 mínútna hefðu greitt sér milljónir dala fyrir „falskan fréttaflutning“ um sig. Er hann þá að vísa til þess að Paramount, sem er móðurfélag CBS News, greiddi Trump sextán milljónir dala vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. Snerist máluð um það hvernig eitt svar hennar var klippt. Flestir lagasérfræðingar voru sammála um að Paramount myndi vinna dómsmálið sem Trump höfðaði gegn fyrirtækinu en þrátt fyrir það voru bætur greiddar. Á sama tíma var Paramount að reyna að fá samþykki ríkisstjórnar Trumps vegna samruna við Skydance Media. Það samþykki var veitt skömmu eftir bótagreiðsluna. Forsetinn krefst að endingu þess að Stahl og stjórendur 60 mínútna biðji sig afsökunar vegna frétta um áðurnefnda fartölvu.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira