Fór upp að Pálma og spurði hvort hann ætlaði að skjóta í sama horn og alltaf fyrir vítið mikilvæga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2021 07:00 Ingvar virðist líða nokkuð vel á Meistaravöllum. Vísir/Hulda Margrét Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í 2-1 sigri Víkinga á KR í Frostaskjólinu í leik sem fór langleiðina með að tryggja Víking sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 30 ár. Ingvar mætti í hlaðvarpið Þungavigtin og ræddi þar við Kristján Óla Sigurðsson um magnað sumar Víkinga sem og ferilinn til þessa. Þar fór Ingvar yfir þennan örlagaríka dag þar sem pendúllinn sveiflaðist Víkingum í hag í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það vissu líklega allir sem fylgjast með fótbolta að hann er búinn að skjóta í þetta horn, búið að taka þetta fyrir í Pepsi Max Mörkunum og sýna þetta á korti þar. Svo var ég búinn að heyra í einhverju hlaðvarpi að Kjartan Henry (Finnbogason) væri orðin vítaskytta, hann sagði það allavega sjálfur. Ég var líka búinn að rýna í hann og skoða það því ég bjóst við að hann myndi taka vítið,“ sagði Ingvar í spjalli sínu við Kristján Óla. „Ég man að ég og Kári (Árnason) áttum þessa umræðu þar sem ég var að velta fyrir mér ef hann myndi taka aftur hvort hann myndi virkilega taka aftur í sama hornið. Ég hafði einhverja smá tilfinningu fyrir því að KR fengi víti í þessum leik. Svo í aðdragandanum, þetta var mikill hasar og það leið langur tími, þá labbaði ég upp að Pálma og tók svona utan um bringuna á honum og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið.“ „Hann svaraði eiginlega engu og var bara eitthvað að hugsa. Ég man að ég var eiginlega búinn að ákveða að fara í hitt hornið því ég trúði því ekki að hann myndi virkilega skjóta í sama hornið. Svo rétt áður þá hugsaði ég að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég fer til vinstri og hann skýtur til hægri og við töpum titlinum á þessu,“ sagði Ingvar að endingu. Bút úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Ingvar mætti í hlaðvarpið Þungavigtin og ræddi þar við Kristján Óla Sigurðsson um magnað sumar Víkinga sem og ferilinn til þessa. Þar fór Ingvar yfir þennan örlagaríka dag þar sem pendúllinn sveiflaðist Víkingum í hag í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það vissu líklega allir sem fylgjast með fótbolta að hann er búinn að skjóta í þetta horn, búið að taka þetta fyrir í Pepsi Max Mörkunum og sýna þetta á korti þar. Svo var ég búinn að heyra í einhverju hlaðvarpi að Kjartan Henry (Finnbogason) væri orðin vítaskytta, hann sagði það allavega sjálfur. Ég var líka búinn að rýna í hann og skoða það því ég bjóst við að hann myndi taka vítið,“ sagði Ingvar í spjalli sínu við Kristján Óla. „Ég man að ég og Kári (Árnason) áttum þessa umræðu þar sem ég var að velta fyrir mér ef hann myndi taka aftur hvort hann myndi virkilega taka aftur í sama hornið. Ég hafði einhverja smá tilfinningu fyrir því að KR fengi víti í þessum leik. Svo í aðdragandanum, þetta var mikill hasar og það leið langur tími, þá labbaði ég upp að Pálma og tók svona utan um bringuna á honum og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið.“ „Hann svaraði eiginlega engu og var bara eitthvað að hugsa. Ég man að ég var eiginlega búinn að ákveða að fara í hitt hornið því ég trúði því ekki að hann myndi virkilega skjóta í sama hornið. Svo rétt áður þá hugsaði ég að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég fer til vinstri og hann skýtur til hægri og við töpum titlinum á þessu,“ sagði Ingvar að endingu. Bút úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56
Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25