Garðyrkjuskólinn á Reykjum rústir einar Erna Valsdóttir skrifar 22. september 2021 21:31 Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Garðyrkja Ölfus Skóla - og menntamál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu. Staðsetning skólans að Reykjum í Ölfus hefur hentað einkar vel rekstri skólans, þar hefur skólinn gott rými, byggingar eru gamlar en nokkuð góðar og hentuðu starfseminni vel og skólinn nýtur heita vatnsins sem kemur úr jörðu í landi Reykja. Reykir henta því mjög vel undir starfsemi skólans, fái hann að blómstra. Árið 2005 var Garðyrkjuskólinn að Reykjum sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Allt frá sameiningu Garðyrkjuskólans við Landbúnaðarháskólann hefur skólastarfinu og byggingum hans farið hnignandi vegna fjársveltis og hefur skólinn haft mjög takmarkað fé til að halda við húsakosti og fara í nýframkvæmdir. Vegna slæms ástands skólans hafa veður og vindar farið illa með skólahúsið og aðstöðu skólans. Skólanum var veitt fjármagn til endurbóta fyrir nokkru og voru gerðar nokkrar endurbætur en framkvæmdir eru þó komnar í bið þar sem framkvæmdaféð nægði ekki fyrir nema hluta þeirra endurbóta sem þörf er á. Einnig hafa komið í ljós gallar í hönnun endurbóta vegna samráðsleysis við kennara skólans sem þekkja best til þarfa skólans. Segja má að skólinn sé lamaður vegna aðstöðu-, skipulags- og kennaraleysis. Ljóst er að núverandi rektor Landbúnaðarháskólans er að takast það ætlunarverk sitt að eyðileggja þennan merka skóla enda hefur starfmönnum skólans farið fækkandi vegna stefnu rektors og starfshátta og stefnir í að fáir eða engir kennarar og starfsmenn verði eftir við skólann á næsta skólaári. Algert skilningsleysi hefur ríkt á eðli og starfi Garðyrkjuskólans í höfuðstöðvunum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hlotist mikill skaði af. Á síðasta ári tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá afdrifaríku ákvörðum að sameina skyldi Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi en sú sameining hafði verið til skoðunar um tíma. Þetta var að mestu gert án samráðs við sérfræðinga Garðyrkjuskólans og án þess að aðstaðan á Reykjum fylgdi með í yfirfærslunni. Þessi sameiningarákvörðum hefur leitt í ljós að hún hentar alls ekki garðyrkjumenntun sem er á allt öðrum grunni byggð, bæði kennslu, faglega og aðstöðulega, en annað nám sem kennt er við Fjölbrautarskólann með fullri virðingu fyrir þeim mæta skóla. Má sem dæmi nefna að algjör óvissa ríkti nú í haust um hvort nám við skólann hæfist yfir höfuð og biðu nemendur og kennarar milli vonar og ótta og var ekki ljóst fyrr en fáeinum dögum fyrir skólabyrjun að framhald yrði á kennslu þeirra nemenda sem þegar höfðu hafið nám á fyrri árum vegna manneklu. Þessari óheillaþróun verður að snúa við strax og endurreisa þennan merka skóla sem sjálfstæða stofnun á grunni Garðyrkjuskólans á Reykjum og með þeim mannauði og sérfræðiþekkingu sem felst í núverandi kennurum og starfsmönnum skólans. Með nýjum Garðyrjuskóla verður hægt að hefja aftur til vegs og virðingar þróun og uppbyggingu garðyrkjunámsins og halda áfram að efla þekkingu á sviði ræktunar matvæla, blóma og trjáa hér á landi sem næra okkur og fegra umhverfi okkar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun