Stöndum með ungu fólki Fjóla Hrund Björnsdóttir og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifa 21. september 2021 07:01 Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar