Gamli ferðafélaginn nema á öðrum forsendum Ástþór Ólafsson skrifar 19. september 2021 14:01 Kínverski herforinginn eða stríðsmaðurinn Sun Tzu sagði á sínum tíma „Supreme art of war is to subdue the enemy without fighting“ (Sun Tzu og Sawyer, 1994) eða „Helsta leiðin til að vinna óvininn er að berjast ekki“. Þarna er hægt að velta mörgu fram eins og þýðir þetta, að við eigum að gefast upp og láta óvininn sigra okkur? Eða eigum við að láta eins og hann sé ekki þarna þannig að athyglinni er ekki beint að óvininum með því að setja meiri orku og kraft í önnur verkefni? Þarna verður vissulega til ákveðinn tvískinnungur sem getur bæði þýtt að við eigum að forðast óvininn, ekki láta hann stýra því hvert við sendum okkar orku eða viðurkenna að við höfum hvort sem er ekkert í hann? En síðan koma fleiri spurningar eins og hver er þessi óvinur eiginlega? Er þetta eitthvað fólk? Einhver pólitísk lína? Einhver stefna, gildi eða kenning sem á sér stað í samfélaginu? Síðan getum við litið á málið og velt fyrir okkur - við erum öll vissulega hrædd við eitthvað og það getur verið fólk, pólitísk lína eða einhver stefna, gildi eða kenning í samfélaginu! Það getur haft veruleg áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við bregðumst við ýmsu í lífinu. Það getur dregið úr okkar mátt og megin þannig að við erum ekki að sækjast eftir því sem okkur finnst vera sannfærandi heldur fylgjum við einhverskonar hjarðhegðun. En síðan getum við litið okkur enn nær og velt því upp hver sé okkar stærsti óvinur? Hver er það sem við forðumst hvað mest í okkar lífi og hefur haft taumhald á okkar sál- og félagslífi? Það er vitaskuld erfitt að fara horfa með þessum hætti en getur verið verulega þroskandi. Að sjá þennan þátt getur veit okkur meiri styrk en við gerum okkur oft grein fyrir. Vegna þess að við höfum sterka tilhneigingu til að fresta verkefnum sem snýr að þessum þætti. Hann getur fengið okkur til að velja frekar að fara auðveldu leiðina vegna þess að þá sleppum við, við að þurfa að mæta honum. Það getur falið í sér að við förum að leita af leiðum til að matreiða þessa hugsun og hegðun sem snýr að honum. Þá getum við farið að leita að enn ódýrari leiðum eins og að ljúga til að fela, svíkja til að komast undan, blekkja bæði sjálfan sig og aðra og vona að þetta ná ekki að verða möguleg berskjöldun. Þarna byrjar þessi leikur um hver er persónan og gríman? Er ég gríman eða persónan? Eða er þátturinn gríman og ég persónan? Eða er þátturinn persónan og ég gríman? Þarna stöndum við í ruglingslegum heimi og getur verið auðvelt að fá okkur til að framkvæma hluti sem okkur finnst ekkert vera varið í. En af því að við erum farinn að venja okkur á að gríman er ég, þá verður auðveldara að halda áfram að kaupa sig inn á grímuballið. Þegar við mætum á grímuballið verður hugsunin „það eru allir með grímu!“ Þannig auðvelt að sannfæra sig um að gríman sé málið. Þú ert með grímu, hann er með grímu, hún er með grímu, hán er með grímu þannig gríma, gríma, gríma! Þarna er hægt að spyrja sig er þetta gríman mín eða þín? Svarið er áþekkjanlegt, þetta er okkar beggja! En þegar við förum að leita af svörum til að fjarlægja þessa grímu þá hægt og rólega fer gríman að fara af og persónan byrjar að taka stærri rými. En þetta byrjar og endar á hvort við erum tilbúin að viðurkenna okkar veikleika og horfa á okkar veikleika með jákvæðum hætti. Vegna þess að veikleikar geta orðið að styrkleikum sem er oft þessi refhvörf í lífinu. Við höldum að eitt sé rétt en erum eingöngu að miða út frá hvað aðrir segja. Það er tvennt ólíkt að heyra fólk segja hluti er snýr að grímunni og þegar gríman er ekki í umræðunni. Að tala sem persónan en ekki gríman er áhugaverðara til hlustunar. En hver er þessi óvinur? Þessi óvinur er okkar eigin ótti sem við forðumst að kynnast en þurfum að kynnast. Við getum nefnilega kynnst okkar ótta, kynnst hans veikleikum og síðan þegar við höfum kynnst hans veikleikum þá getum við tekið ákvörðun. Þessi ótti getur tengst mörgu í lífinu eins og óttinn við að mistakast; óttinn við að gera sig að aðhlátursefni; óttinn við að ná ekki árangri í einhverju verkefni í lífinu. Sá ótti sem er verkefnið í lífinu getur valdið kvíða, þunglyndi, streitu eða hugsanir varðandi ákveðið áfall. Það getur verið ótti við að nálgast tiltekna áskorun eins og komast yfir námsörðugleika; standa andspænis einhverjum málefni; að vinna eftir einhverjum gildum í lífinu, stefnu eða kenningu. Þetta allt saman getur kallað fram ótta vegna þess að vera hræddur við að stíga fram og sækjast eftir því sem við teljum vera ákjósanlegt getur krafist hugrekki. En síðan er spurningin er þessi ótti þess virði? Mun hann veita okkur tilgang í lífinu, verða merkingarbær fyrir okkar framvindu sem mun gæða líf okkar sterkari merkingu? Óttinn er líka um liggjandi í kringum okkur. Hann er í sjónvarpinu, vefsíðum, samtali við fólk sem setur upp ákveðna birtingarmynd sem óttinn getur verið að nærast á. Þannig óttinn getur verið að koma utan frá eða verið innra með okkur eða bæði. Þetta getur allt ruglað fólk í ríminu varðandi óttann vegna þess að í flestum tilfellum er hinn eiginlegi ótti hjá okkur sjálfum þótt vissulega sé hann að eiga sér stað í ytra umhverfinu. En þá snýr þetta oft að veikleikum sem við búum yfir, þorum ekki að sýna enda hrædd um að verða afhjúpuð. Okkar langar ekkert að verða berskjölduð þannig að við komum út sem minnimáttar. En síðan er spurning hvernig leysir maður úr lífsins flækjum? Verður maður ekki að viðurkenna veikleikana til að geta átta sig á hverjir eru veikleikarnir? Vegna þess að með veikleikum geta orðið til styrkleikar! Að finna sig knúinn til að viðurkenna sitt, hvort sem það eru mistök, misheppni, eitthvað sem misfórst eða eitthvað sem okkur hefur fundist vera erfitt að mæta, er af hinu góða. Þannig bökkum aðeins og veltum fyrir okkur tilvísuninni hans Sun Tzu „Helsta leiðin til að vinna óvininn er að berjast ekki“. En þetta getur einmitt þýtt að við eigum að kynnast óvininum sem er óttinn þannig að óttinn verður vinur okkar. Að við ferðumst með óttanum án þess að hann sé fráhrindandi heldur áskorun í lífinu er allt annar veruleiki en andstæðan. Því við stöndum frammi fyrir því að mæta óttanum í margvíslegum verkefnum í lífinu og ef við leyfum óttanum að taka sér sína stöðu og matreiðum óttann þá mun óttinn einkenna meira og minna okkar hugsun og hegðun. En ef við aftur á móti kynnumst óttanum, hvað er það sem er ógnvekjandi og kallar fram ótta? Horfum í ginið á honum, veitum honum viðleitni, mælum hann út og tökum ákvörðun um að óttinn mun ekki skilgreina mig. Þá eigum við eflaust eftir að finna fyrir því að óttinn er eingöngu gamli ferðafélaginn sem þarf sína félagsveru og við erum tilbúinn að sinna honum en með aðeins öðruvísi hætti en áður fyrr. Hvað með að óttinn óttist okkur? Það hljómar sem betri niðurstaða og gæti verið vænlegri til árangurs í lífinu. En þegar uppi er staðið snýst þetta um hvort þú getur þú stýrt þínum ótta, kynnst honum, gerst vinur sem ágætis ferðafélagi? Ekki láta óttann skilgreina líf þitt heldur skilgreindu óttann því þetta er jú víst gamli ferðafélaginn nema á öðrum forsendum. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimild: Sun Tzu og Sawyer, R.D. (1994). Art of War. Basic Books. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kínverski herforinginn eða stríðsmaðurinn Sun Tzu sagði á sínum tíma „Supreme art of war is to subdue the enemy without fighting“ (Sun Tzu og Sawyer, 1994) eða „Helsta leiðin til að vinna óvininn er að berjast ekki“. Þarna er hægt að velta mörgu fram eins og þýðir þetta, að við eigum að gefast upp og láta óvininn sigra okkur? Eða eigum við að láta eins og hann sé ekki þarna þannig að athyglinni er ekki beint að óvininum með því að setja meiri orku og kraft í önnur verkefni? Þarna verður vissulega til ákveðinn tvískinnungur sem getur bæði þýtt að við eigum að forðast óvininn, ekki láta hann stýra því hvert við sendum okkar orku eða viðurkenna að við höfum hvort sem er ekkert í hann? En síðan koma fleiri spurningar eins og hver er þessi óvinur eiginlega? Er þetta eitthvað fólk? Einhver pólitísk lína? Einhver stefna, gildi eða kenning sem á sér stað í samfélaginu? Síðan getum við litið á málið og velt fyrir okkur - við erum öll vissulega hrædd við eitthvað og það getur verið fólk, pólitísk lína eða einhver stefna, gildi eða kenning í samfélaginu! Það getur haft veruleg áhrif á hvernig við hugsum og hvernig við bregðumst við ýmsu í lífinu. Það getur dregið úr okkar mátt og megin þannig að við erum ekki að sækjast eftir því sem okkur finnst vera sannfærandi heldur fylgjum við einhverskonar hjarðhegðun. En síðan getum við litið okkur enn nær og velt því upp hver sé okkar stærsti óvinur? Hver er það sem við forðumst hvað mest í okkar lífi og hefur haft taumhald á okkar sál- og félagslífi? Það er vitaskuld erfitt að fara horfa með þessum hætti en getur verið verulega þroskandi. Að sjá þennan þátt getur veit okkur meiri styrk en við gerum okkur oft grein fyrir. Vegna þess að við höfum sterka tilhneigingu til að fresta verkefnum sem snýr að þessum þætti. Hann getur fengið okkur til að velja frekar að fara auðveldu leiðina vegna þess að þá sleppum við, við að þurfa að mæta honum. Það getur falið í sér að við förum að leita af leiðum til að matreiða þessa hugsun og hegðun sem snýr að honum. Þá getum við farið að leita að enn ódýrari leiðum eins og að ljúga til að fela, svíkja til að komast undan, blekkja bæði sjálfan sig og aðra og vona að þetta ná ekki að verða möguleg berskjöldun. Þarna byrjar þessi leikur um hver er persónan og gríman? Er ég gríman eða persónan? Eða er þátturinn gríman og ég persónan? Eða er þátturinn persónan og ég gríman? Þarna stöndum við í ruglingslegum heimi og getur verið auðvelt að fá okkur til að framkvæma hluti sem okkur finnst ekkert vera varið í. En af því að við erum farinn að venja okkur á að gríman er ég, þá verður auðveldara að halda áfram að kaupa sig inn á grímuballið. Þegar við mætum á grímuballið verður hugsunin „það eru allir með grímu!“ Þannig auðvelt að sannfæra sig um að gríman sé málið. Þú ert með grímu, hann er með grímu, hún er með grímu, hán er með grímu þannig gríma, gríma, gríma! Þarna er hægt að spyrja sig er þetta gríman mín eða þín? Svarið er áþekkjanlegt, þetta er okkar beggja! En þegar við förum að leita af svörum til að fjarlægja þessa grímu þá hægt og rólega fer gríman að fara af og persónan byrjar að taka stærri rými. En þetta byrjar og endar á hvort við erum tilbúin að viðurkenna okkar veikleika og horfa á okkar veikleika með jákvæðum hætti. Vegna þess að veikleikar geta orðið að styrkleikum sem er oft þessi refhvörf í lífinu. Við höldum að eitt sé rétt en erum eingöngu að miða út frá hvað aðrir segja. Það er tvennt ólíkt að heyra fólk segja hluti er snýr að grímunni og þegar gríman er ekki í umræðunni. Að tala sem persónan en ekki gríman er áhugaverðara til hlustunar. En hver er þessi óvinur? Þessi óvinur er okkar eigin ótti sem við forðumst að kynnast en þurfum að kynnast. Við getum nefnilega kynnst okkar ótta, kynnst hans veikleikum og síðan þegar við höfum kynnst hans veikleikum þá getum við tekið ákvörðun. Þessi ótti getur tengst mörgu í lífinu eins og óttinn við að mistakast; óttinn við að gera sig að aðhlátursefni; óttinn við að ná ekki árangri í einhverju verkefni í lífinu. Sá ótti sem er verkefnið í lífinu getur valdið kvíða, þunglyndi, streitu eða hugsanir varðandi ákveðið áfall. Það getur verið ótti við að nálgast tiltekna áskorun eins og komast yfir námsörðugleika; standa andspænis einhverjum málefni; að vinna eftir einhverjum gildum í lífinu, stefnu eða kenningu. Þetta allt saman getur kallað fram ótta vegna þess að vera hræddur við að stíga fram og sækjast eftir því sem við teljum vera ákjósanlegt getur krafist hugrekki. En síðan er spurningin er þessi ótti þess virði? Mun hann veita okkur tilgang í lífinu, verða merkingarbær fyrir okkar framvindu sem mun gæða líf okkar sterkari merkingu? Óttinn er líka um liggjandi í kringum okkur. Hann er í sjónvarpinu, vefsíðum, samtali við fólk sem setur upp ákveðna birtingarmynd sem óttinn getur verið að nærast á. Þannig óttinn getur verið að koma utan frá eða verið innra með okkur eða bæði. Þetta getur allt ruglað fólk í ríminu varðandi óttann vegna þess að í flestum tilfellum er hinn eiginlegi ótti hjá okkur sjálfum þótt vissulega sé hann að eiga sér stað í ytra umhverfinu. En þá snýr þetta oft að veikleikum sem við búum yfir, þorum ekki að sýna enda hrædd um að verða afhjúpuð. Okkar langar ekkert að verða berskjölduð þannig að við komum út sem minnimáttar. En síðan er spurning hvernig leysir maður úr lífsins flækjum? Verður maður ekki að viðurkenna veikleikana til að geta átta sig á hverjir eru veikleikarnir? Vegna þess að með veikleikum geta orðið til styrkleikar! Að finna sig knúinn til að viðurkenna sitt, hvort sem það eru mistök, misheppni, eitthvað sem misfórst eða eitthvað sem okkur hefur fundist vera erfitt að mæta, er af hinu góða. Þannig bökkum aðeins og veltum fyrir okkur tilvísuninni hans Sun Tzu „Helsta leiðin til að vinna óvininn er að berjast ekki“. En þetta getur einmitt þýtt að við eigum að kynnast óvininum sem er óttinn þannig að óttinn verður vinur okkar. Að við ferðumst með óttanum án þess að hann sé fráhrindandi heldur áskorun í lífinu er allt annar veruleiki en andstæðan. Því við stöndum frammi fyrir því að mæta óttanum í margvíslegum verkefnum í lífinu og ef við leyfum óttanum að taka sér sína stöðu og matreiðum óttann þá mun óttinn einkenna meira og minna okkar hugsun og hegðun. En ef við aftur á móti kynnumst óttanum, hvað er það sem er ógnvekjandi og kallar fram ótta? Horfum í ginið á honum, veitum honum viðleitni, mælum hann út og tökum ákvörðun um að óttinn mun ekki skilgreina mig. Þá eigum við eflaust eftir að finna fyrir því að óttinn er eingöngu gamli ferðafélaginn sem þarf sína félagsveru og við erum tilbúinn að sinna honum en með aðeins öðruvísi hætti en áður fyrr. Hvað með að óttinn óttist okkur? Það hljómar sem betri niðurstaða og gæti verið vænlegri til árangurs í lífinu. En þegar uppi er staðið snýst þetta um hvort þú getur þú stýrt þínum ótta, kynnst honum, gerst vinur sem ágætis ferðafélagi? Ekki láta óttann skilgreina líf þitt heldur skilgreindu óttann því þetta er jú víst gamli ferðafélaginn nema á öðrum forsendum. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimild: Sun Tzu og Sawyer, R.D. (1994). Art of War. Basic Books.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun