Kjósum flokkinn sem treystir ungu fólki Lísbet Sigurðardóttir, Steinar Ingi Kolbeins og Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifa 18. september 2021 15:30 Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar