Kjósum flokkinn sem treystir ungu fólki Lísbet Sigurðardóttir, Steinar Ingi Kolbeins og Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifa 18. september 2021 15:30 Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun