Fann ég á fjalli... Pétur Óskarsson skrifar 31. ágúst 2021 18:31 Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun