Framkvæmdastjóri Víkings: Brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Haraldur Haraldsson ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um stöðuna varðandi hversu fá sæti í Pepsi Max deild karla gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum. Skjáskot Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til. „Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
„Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann