Nei það er ekki öllum sama um Fossvogsskóla Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2021 11:00 Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun