Shell greiðir milljarða vegna olíuleka í Nígeríu fyrir hálfri öld Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 10:04 Drengur stendur með fiskinet við olíumengaðan læk í Ogoniland. Málið sem nú hefur verið útkljáð er hálfrar aldar gamalt en olíumengun er enn meiriháttar vandamál á óseyrum Nígerfljóts. Shell var einnig dæmt til skaðabóta vegna leka á árunum 2004-2007 nýlega. Vísir/EPA Olíurisinn Shell hefur loks fallist á að greiða nígerískum þjóðflokki meira en fjórtán milljarða króna í bætur vegna meiriháttar olíuleka í Biafra-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar með lýkur áralöngum málaferlum vegna lekans. Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna. Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Nígerískur dómstóll dæmdi Shell til að greiða rúma 41 milljón dollara, jafnvirði rúmra fimm milljarða íslenskra króna, árið 2010 en málið var upphaflega höfðað árið 1991. Þeim dómi vildi Shell ekki una og áfrýjaði ítrekað án árangurs. Hæstiréttur landsins taldi að með vöxtum skuldaði Shell meira en tífalda þá upphæð. Enn reyndi Shell að komast hjá ábyrgð á lekanum og skaut málinu til alþjóðlegs gerðardóms fyrr á þessu ári með þeim rökum að fyrirtækið hafi aldrei fengið tækifæri til að verjast ásökununum efnislega. Fyrirtækið hefur alla tíð haldið því fram að aðrir hafi valdið skemmdum sem ullu lekanum í Biafra-stríðinu sem geisaði frá 1967 til 1970. Nú hefur Shell lagt árar í bát og fallist á að greiða Ejama-Ebubu-þjóðflokknum í Ogoniland 111 milljónir dollara, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða íslenskra króna, til að bæta honum tjónið. Breska ríkisútvarpið BBC segir að olíulekar valdi enn mikilli mengun á óseyrum Nígerfljóts. Hollensku áfrýjunardómstóll úrskurðaði Shell ábyrgt fyrir tjóni af völdum leka þar á árunum 2004 til 2007 fyrr á þessu ári. Var fyrirtækið jafnframt dæmt til að greiða nígerískum bændum bætur og skipað að koma fyrir búnaði til að fyrirbyggja frekari leka. Shell hélt því fram að skemmdarverk hafi verið orsök lekanna.
Bensín og olía Nígería Umhverfismál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira