Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 11. júlí 2021 09:00 Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti.
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar