Drekar og orkuskipti Ágúst Elvar Bjarnason og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 25. júní 2021 13:31 Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun