Netagerð og kvenfrelsi Drífa Snædal skrifar 18. júní 2021 17:01 Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní!
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun