Háhýsi við Hamraborg Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 9. júní 2021 12:30 Skipulagsvald er alfarið í höndum sveitarfélaga. Lagabálkurinn sem fjallar um regluverk skipulagslaga eru lög 2010 nr. 123. Um markmið laganna er fjallað í 1. grein. Þar segir í d lið: „d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“ Hvernig skyldi slíkt samráð fara fram? Yfirleitt endurskoðar sveitarfélag aðalskipulag einu sinni á kjörtímabili. Aðalskipulag má segja að sé framtíðasýn og áætlun um landnotkun. Deiliskipulag tekur til afmarkaðra hluta lands og er nákvæm úrfærsla á notkun og nýtingu svæða og lóða. Íbúar geta sent inn athugasemdir á meðan aðal og deiliskipulag er í kynningu en það er alfarið í höndum skipulagsráðs og eftir atvikum bæjarstjórnar að taka tillit til athugasemda eða ekki. 51. grein skipulagslaga fjallar um bætur en þar segir í 1. málgr. „Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.“ Hér stendur hnífurinn í kúnni bæjaryfirvöl þurfa ekki að taka tillit til athugasemda frekar en þeim sýnist. Íbúar geta hins vegar leitað réttar síns en það ferli getur verið flókið og tímafrekt auk þess sem slíku ferli fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Sú byggð sem nú stendur til að reisa á Fannarborgarreitnum mun hafa mikil áhrif á þá íbúa sem fyrir eru. Lítið tillit ef nokkuð hefur verið tillit til vel rökstuddra andmæla íbúa. Deilur nágranna ganga oft út á trjágróður, skjólveggi og annað sem er gert í óþökk. Í slíkum tilfellum hafa risið málaferli og eru fjölmörg dæmi um að þurft hafi að fjarlægja gróður, skúra og skjólveggi svo eitthvað sé nefnt. Um háhýsi gegnir öðru máli. Því spyr ég hagsmuni hverra er verið að verja? Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Miðflokkurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Skipulagsvald er alfarið í höndum sveitarfélaga. Lagabálkurinn sem fjallar um regluverk skipulagslaga eru lög 2010 nr. 123. Um markmið laganna er fjallað í 1. grein. Þar segir í d lið: „d. að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“ Hvernig skyldi slíkt samráð fara fram? Yfirleitt endurskoðar sveitarfélag aðalskipulag einu sinni á kjörtímabili. Aðalskipulag má segja að sé framtíðasýn og áætlun um landnotkun. Deiliskipulag tekur til afmarkaðra hluta lands og er nákvæm úrfærsla á notkun og nýtingu svæða og lóða. Íbúar geta sent inn athugasemdir á meðan aðal og deiliskipulag er í kynningu en það er alfarið í höndum skipulagsráðs og eftir atvikum bæjarstjórnar að taka tillit til athugasemda eða ekki. 51. grein skipulagslaga fjallar um bætur en þar segir í 1. málgr. „Leiði skipulag eða breyting á skipulagi til þess að verðmæti fasteignar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni, á sá er getur sýnt fram á tjón af þeim sökum rétt á bótum frá viðkomandi sveitarfélagi.“ Hér stendur hnífurinn í kúnni bæjaryfirvöl þurfa ekki að taka tillit til athugasemda frekar en þeim sýnist. Íbúar geta hins vegar leitað réttar síns en það ferli getur verið flókið og tímafrekt auk þess sem slíku ferli fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Sú byggð sem nú stendur til að reisa á Fannarborgarreitnum mun hafa mikil áhrif á þá íbúa sem fyrir eru. Lítið tillit ef nokkuð hefur verið tillit til vel rökstuddra andmæla íbúa. Deilur nágranna ganga oft út á trjágróður, skjólveggi og annað sem er gert í óþökk. Í slíkum tilfellum hafa risið málaferli og eru fjölmörg dæmi um að þurft hafi að fjarlægja gróður, skúra og skjólveggi svo eitthvað sé nefnt. Um háhýsi gegnir öðru máli. Því spyr ég hagsmuni hverra er verið að verja? Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar