Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 16:10 Rudy Giuliani var valinn versti aukaleikari þessa árs, fyrir hlutverk sitt í myndinni Borat Subsequent Moviefilm. EPA Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári. Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira