Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 20:05 Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki. Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning