Um alþýðlega drottningu og stærilátan prins Bryndís Schram skrifar 11. apríl 2021 21:01 Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Kóngafólk Andlát Filippusar prins Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafárið út af fráhvarfi Filippusar drottningarmanns varð til þess að vekja upp gleymdar minningar. Sérílagi þegar stórættuð kona, íslensk, birti mynd af sér og Filippusi – og það vottaði fyrir Jóni Baldvini í bakgrunni. Hvað var hann að gera þarna? Einhvern tíma á utanríkisráðherraárum JBH gerðist það, að Elísabet Engladrottning kom siglandi á freigátu sinni, Britanicu, í opinbera heimsókn til Íslands. Og Filippus fylgdi með. Og ég fylgdi með í rútunni, þegar farið var með hjónin, að ósk drottningar, til að skoða jarðhitaævintýri Íslendinga í Nesjavallavirkjun. Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð (t.d. tvær sætaraðir í rútu). En svo gerðist það, að Elísabet lét hirðmey sína senda eftir JBH og bauð honum að setjast sér við hlið. Hún vildi fá að vita allt um jarðhitaævintýri Íslendinga: Hvenær byrjaði þetta? Hvar lærðuð þið tæknina? Er þetta virkilega hrein og endurnýjanleg orka? Getið þið miðlað okkur af henni gegnum sæstreng? Aðsend Krataforinginn játaði síðar, að honum hefði komið á óvart, hvað drottningin var vel upplýst og einlæglega forvitin um, hvað læra mætti af gestgjöfum sínum. Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum. Í lokaveislunni á Þingvöllum var utanríkisráðherrann sessunautur drottningar. Aðspurður seinna, hvernig drottning hnignandi heimsveldis hefði komið honum fyrir sjónir, sagði hann: „Alþýðleg kona með einlægan og ósvikinn áhuga á sögu og samfélagi okkar fjarlægu eyþjóðar“. Svo er smá eftirmáli. Í desember sama ár (1989) var utanríkisráðherrafundur NATO haldinn í Lundúnum. Stórmál á dagskrá: Endalok Kalda stríðsins. Afvopnunarsamningar – þar með talið um kjarnavopn. Sameining Þýskalands – og sitthvað fleira. Þegar að því kom að samþykkja lokayfirlýsingu fundarins, strandaði allt á Íslandi. Ísland heimtaði að fá varúðarákvæði inn í afvopnunarsamninga við Sovétið um bann við að dumpa kjarnorkuúrgangi í hafið og strangt eftirlit með því. Málið var ekki útkljáð, þegar allur ráðherraskarinn þurfti að mæta í kjóli og hvítu í Buckinghamhöll drottningar. Íslenski utanríkisráðherrann var ekki mjög vinsæll, því að þetta þýddi, að ráðherrarnir þurftu að mæta aftur til fundar að veislu lokinni. En það versta var, að ég var ekki með. JBH kunni ekkert á sitt leigða „kjól og hvítt“ og sleit slaufuna í baslinu við að komast í herlegheitin. Það þýddi, að þegar að honum kom að ganga fyrir drottningu, þurfti hann að halda slaufunni á sínum stað, um leið og hann heilsaði hennar hátign. Svo fóru fram eftirfarandi orðaskipti: Drottning: „Sæll og blessaður, Jón Baldvin. Þakka þér fyrir síðast og gaman að sjá þig aftur. En hvað er að sjá þig? Ertu enn svona slæmur af kvefinu?“ Svar JBH: „Nei, en það er þetta með slaufuna“ - og sýndi slitrin. Viðbrögð drottningar voru að smella saman fingrum og kalla til hirðmey. Þar með var utanríkisráðherra Íslands tekinn afsíðis, meðan hirðmeyjar saumuðu á hann slaufuna. Að verki loknu fór hann aftur í biðröðina hjá drottningu, sem sagði með brosi á vör: „Jæja – er þá ekki allt í lagi með Ísland?“ Að veislu lokinni þurfti ráðherraskarinn aftur að mæta til fundar til að afgreiða sameiginlega yfirlýsingu. Þá gerðist eftirfarandi: Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, kom steðjandi að sínum íslenska kollega og spurði með þjósti: „Ert þú á móti sameiningu Þýskalands?“ Og svarið var: „Nei – þvert á móti. En, vilt þú leggja blessun þína yfir eitrun úthafanna, sem eru lungu lífríkisins og matvælaforðabúr mannkyns?“ Niðurstaðan af þessum orðaskiptum var: Genscher sá um, að tillaga Íslands við bann við að kjarnorkuúrgangi mætti dumpa í hafið og um eftirlit með því, var samþykkt. Í staðinn lofaði Ísland þýska utanríkisráðherranum að hafa frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Króatíu sem fyrsta skrefið til að binda endi á borgarastríðið á Balkanskaga. Allt þetta rifjaðist upp út af myndbirtingu á fésbók. Þetta gerðist fyrir meira en 30 árum. Lítið tilefni – en lærdómsrík saga, gleymd og grafin.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun