Covid og sveigjanleiki manneskjunnar Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. apríl 2021 09:30 Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun