„Við getum ekki verið að skilyrða mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 10:01 „Transkona er bara kona, það er ekkert flóknara en það,“ segir Dóra Björt. Transfólk sækir sundlaugar sjaldnar en það vildi og raunar íþróttaiðkun almennt, segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Hún segir það upplifa að það sé óvelkomið. Um sé að ræða lýðheilsuvandamál. Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“ Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“
Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent