Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2025 17:15 Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, getur loksins farið að starfa sem slíkur hér á landi. vísir/stefán Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. „Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun. Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
„Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira