„Við getum ekki verið að skilyrða mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 10:01 „Transkona er bara kona, það er ekkert flóknara en það,“ segir Dóra Björt. Transfólk sækir sundlaugar sjaldnar en það vildi og raunar íþróttaiðkun almennt, segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Hún segir það upplifa að það sé óvelkomið. Um sé að ræða lýðheilsuvandamál. Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“ Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“
Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira