Reykjavíkurborg telur kristinfræðifrumvarp ekki til að auka víðsýni og efla mannskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 11:41 Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Miðflokksins og tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Reykjavíkurborg er „alfarið á móti þeirri nálgun að heiti námsgreinarinnar trúarbragðafræði verði breytt í kristinfræði og trúarbragðafræði og telur þá aðferð ekki til þess fallna að styðja við víðsýni og efla mannskilning.“ Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“ Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“
Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira