Um manninn og fleiri dýr Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. febrúar 2021 14:32 Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Dýr Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar