Breytingar á reglugerð Andrea Þórey Hjaltadóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:01 Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun