Breytingar á reglugerð Andrea Þórey Hjaltadóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:01 Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs tóku gildi breytingar á reglugerð sem kveður á um að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar þurfa, þrátt fyrir starfsleyfi frá landlækni, að starfa í 2 ár á heilbrigðisstofnunum í a.m.k. 80% starfshlutfalli áður en þeir fá að starfa sem sjálfstæðir sjúkraþjálfarar á stofu. Ég ásamt samnemendum mínum sendum bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað var eftir svörum er varða atvinnufrelsi og starfsöryggi okkar að námi loknu. Beðið var um faglegar útskýringar og viðraðar voru áhyggjur okkar af áhrifum þessara breytinga á skjólstæðinga. Staðan er sú að þúsundir manns eru á biðlista eftir að komast að hjá sjúkraþjálfurum á stofum og ef biðin eykst enn frekar mun það leiða til enn frekari heilsufarsvandamála eins og gefur að skilja. Í bréfinu segir m.a.: „ Hluti tilvonandi sjúkraþjálfara hefur áhuga á að vinna á heilbrigðisstofnun en ekki allir, enda áhugasvið þeirra fjölbreytt, sem betur fer. Hvar stæði annars stétt sjúkraþjálfara og þjónustuþegar hennar ef áhugasvið starfandi sjúkraþjálfara, og sú fjölbreytta þjónusta sem stendur landsmönnum til boða í kjölfarið, væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Þó svo að allir þeir 30 nemar sem munu útskrifast í vor hefðu áhuga á að starfa á heilbrigðisstofnun er spurning hvort fjöldi lausra staða sé nægur til að tryggja að allir fái vinnu“. Vert er að benda á að þjónusta sjúkraþjálfara á stofnunum er gjarnan gjörólík þeirri þjónustu sem veitt er á einkareknum stofum og þarf ekki að vera samhengi á milli þess að hljóta reynslu af sjúkraþjálfarastörfum á stofnunum sem nýtist endilega við störf á einkareknum stofum. Bréfinu er svarað af hálfu heilbrigðisráðherra og þar er sérstaklega vísað í lagasetningar að yfirvöld megi gera þessar breytingar en lítið sem ekkert sagt um afhverju þeir gera þetta. Í bréfinu kemur einnig fram að „ sjúkraþjálfarar, sem uppfylla ekki skilyrði um tveggja ára starfsreynslu, halda starfsréttindum sínum og geta áfram stofnað eigin rekstur en þá án greiðsluþátttöku frá ríkinu fyrstu tvö árin“. Hér eru heilbrigðisyfirvöld að einkavæða hluta sjúkraþjálfunar á Íslandi. Margir tala frammi fyrir því að allir eigi að hafa jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu en með þessu er ekki verið að stuðla að jafnrétti. Skjólstæðingar þessarar sjúkraþjálfunar fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu og með fleiri þúsund manns á biðlista er hætta á að einherjir neyðist til að fara þessa kostnaðarsömu leið. Áhrifin af þessu, líkt og hjá talmeinafræðingum, eru einna verst á landsbyggðinni. Ráðherra talar annars vegar fyrir mikilvægi þess að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni en gerir hins vegar allt til að tefja fyrir að fólk geti komist til síns heima eftir nám til að sinna þeim skjólstæðingum sem þar eru. Vert er að taka fram að nokkrir af mínum samnemendum hyggðust flytja út á land til að vinna sem sjúkraþjálfarar en vegna þessara breytinga er óvíst hvort sá möguleiki sé hreinlega fyrir hendi. Hér er vegið að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara. Eftir 5 ára háskólanám, með meistaragráðu í sjúkraþjálfun og starfsleyfi frá landlækni er það óskiljanlegt afhverju ráðherra tekur framfyrir hendurnar á landlækni með því að setja þessu starfsleyfi skorður. Faglegu rökin eru engin þar sem tekið er fram að „áfram er nýútskrifuðum heimilt að taka til sín skjólstæðinga samkvæmt leyfi frá landlækni en sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir það“. Nú í ár eru 40 ár frá því fyrstu sjúkraþjálfarar útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Þetta þýðir að nú um mundir eru fyrstu stóru árgangarnir að fara af vinnumarkaði og því er nýliðunarþörfin mikil og verður mikil næstu árin. Þetta gerir stöðu almennings og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda enn verri og biðlistar munu aukast enn frekar. Höfundur er nemi í sjúkraþjálfun.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun