Falsfréttir og springandi hvaldýr Arnór Bragi Elvarsson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fjölmiðlar Dýr Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun