Falsfréttir og springandi hvaldýr Arnór Bragi Elvarsson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fjölmiðlar Dýr Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Athugið: Ýmist myndefni sem fylgir þessari grein er ekki fyrir viðkvæma. Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun. Árið 2013 strönduðu 4 búrhvalir í Færeyjum. Tveir lifðu ekki af og þurfti því að farga tveimur þeirra. Bjarni Mikkelsen, lífræðingurinn sem var fenginn í uppskurðinn kom sér í lífsvoða. 50 ára afmæli hvalsprengingarinnar miklu Eitt hvaldýr strandaði í Florence, Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna í nóvember árið 1970. Margir áhorfendur höfðu safnast saman við sandhólana þar sem verkfræðingar Vegagerðar Oregon fylkis voru að hleypa af stokkunum aðgerðaráætlun um hvernig mætti losa sig við hvalshræið. Stærsti óvissubreytan sem vakti fyrir verkfræðingunum var nákvæmlega hve mikið sprengiefni ætti að nota. Hálft tonn var talið nægja til að sprengja hvalinn í smábúta – mávar og aðrir fuglar myndu hreinsa upp rest. „Hófstilltir“ verkfræðingar sögðu fyrir sprenginguna að ef stórir bitar væru enn eftir, mætti sprengja aðra hleðslu. „Trust me, I‘m an engineer“ Verkfræðingarnir voru greinilega svartsýnir á virkni hleðslunnar, en þeir hefðu betur mátt hlusta betur á ráðleggingar sprengiverkfræðingsins, Walt Umenhofer, sem var á svæðinu því niðurstaðan var jafnframt spaugileg, hryllileg og óborganleg allt í senn. Fréttaflutningurinn á sjónvarpsstöðinni KATU er ódauðleg, fimmtíu árum síðar. Hvalnum bókstaflega rigndi yfir áhorfendur, bíla þeirra og nærliggjandi bæi. Einn þeirra sem lenti verst í spikregninu var Walt Umenhofer sjálfur sem endaði á því að nýji Oldsmobile-bíllinn hans stórskemmdist er hvalskeppur lenti á þaki bílsins eins og sýnt er. Ekki nóg með það, heldur flúðu allir mávar sem gert var ráð fyrir að myndu tína upp eftirstöðvar hvalsins undan hvellinum! Ósanngjarn fréttaflutningur Verkfræðingurinn sem stýrði framkvæmdum, George Thornton, var skömmu síðar veitt stöðuhækkun og færður í embætti yfir til annarar sýslu innan fylkisins. Samkvæmt bók sem fréttamaður KATU, Paul Linnmann, gaf út um viðburðinn sagði Thornton honum á tíunda áratugi síðustu aldar að Thornton taldi aðgerðina hafa heppnast vel. Hins vegar hafi fréttaflutningi verið afstýrt og bjagað svo mikið, að úr varð martröð almannatengla þökk sé fjandsamlegum fréttaflutningi. Sú útskýring, að um falsfréttir hafi verið að ræða, eldist ekki vel. Nú þegar myndbandið að ofan er í almennri dreifingu á upplýsingaöld er erfiðara að fela sig á bakvið eftiráskýringar þeirra sem eru mistækir í starfi. Sérstaklega er erfitt á þeirri öld sem við lifum á að mistök draga mun stærri dilk á eftir sér en þau gerðu áður fyrr. Áhætta opinberra persóna Nú til dags er það mun auðveldar að gera sig að fífli í fjölmiðlum en áður fyrr. Fréttamenn eru upplýstari, hafa tök á að spyrja hnyttnari spurninga, auk þess að mistök sérfræðinga geta breiðst út mjög hratt á myndbandsveitum eins og Youtube. Hvort sem um er að ræða óheppilegt orðalag stjórnmálamanna eða stórkostlegt gáleysi sérfræðinga, er áhætta þeirra sem koma fram í fjölmiðlum mun meiri en áður fyrr þegar springa átti hval í loft upp. Staðhæfingar skulu byggðar á staðreyndum sem halda vatni. Það virkar ekki lengur að biðja fréttamenn að treysta sér einfaldlega því maður er með starfsheiti. Með þannig viðhorf í farteskinu endar maður fljótlega sem útblásinn hvalur á þurru landi. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun