Tanya Roberts látin Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 16:07 Tanya Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín sem Bond-stúlkan Stacey Sutton og Midge í þáttunum That 70's Show. Getty/Albert L. Ortega Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts er látin, 65 ára að aldri. Frá þessu greinir TMZ í dag. Þetta er í annað sinn sem tilkynnt er um andlát Roberts á tveimur dögum en fyrri tilkynningin reyndist á misskilningi byggð. TMZ hafði eftir talsmanni Roberts á sunnudag að hún hefði látist fyrr um daginn á sjúkrahúsi í Los Angeles. Í gær var hins vegar haft eftir sama talsmanni að um misskilning væri að ræða; Roberts væri enn á lífi. Nú hefur TMZ eftir Lance O‘Brien, unnusta Roberts, að hún hafi andast á spítalanum í gærkvöldi. TMZ rekur misskilninginn í frétt sinni um málið í dag. Þar segir að O‘Brien hafi heimsótt Roberts á sjúkrahúsið á sunnudag og talið hana látna. Hann hafi yfirgefið spítalann án þess að ræða við starfsfólk og greint talsmanninum frá andláti Roberts, sem staðfesti það við TMZ. Í gær hefði O‘Brien hins vegar verið tilkynnt símleiðis að Roberts væri alls ekki látin. Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show. Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans. Í That 70‘s Show lék Roberts síðan Midge, móður Donnu Pinciotti, sem var ein aðalpersóna þáttanna. Andlát Hollywood Bandaríkin James Bond Tengdar fréttir Tanya Roberts ranglega sögð látin Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar. 4. janúar 2021 22:40 Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ. 4. janúar 2021 10:12 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
TMZ hafði eftir talsmanni Roberts á sunnudag að hún hefði látist fyrr um daginn á sjúkrahúsi í Los Angeles. Í gær var hins vegar haft eftir sama talsmanni að um misskilning væri að ræða; Roberts væri enn á lífi. Nú hefur TMZ eftir Lance O‘Brien, unnusta Roberts, að hún hafi andast á spítalanum í gærkvöldi. TMZ rekur misskilninginn í frétt sinni um málið í dag. Þar segir að O‘Brien hafi heimsótt Roberts á sjúkrahúsið á sunnudag og talið hana látna. Hann hafi yfirgefið spítalann án þess að ræða við starfsfólk og greint talsmanninum frá andláti Roberts, sem staðfesti það við TMZ. Í gær hefði O‘Brien hins vegar verið tilkynnt símleiðis að Roberts væri alls ekki látin. Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show. Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans. Í That 70‘s Show lék Roberts síðan Midge, móður Donnu Pinciotti, sem var ein aðalpersóna þáttanna.
Andlát Hollywood Bandaríkin James Bond Tengdar fréttir Tanya Roberts ranglega sögð látin Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar. 4. janúar 2021 22:40 Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ. 4. janúar 2021 10:12 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Tanya Roberts ranglega sögð látin Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar. 4. janúar 2021 22:40
Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ. 4. janúar 2021 10:12