Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:25 Kristinn fagnar tíðindum dagsins í máli Assange en segir baráttunni hvergi nærri lokið. Jack Taylor/Getty Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00