Frá grunni eða á sterkum grunni? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 09:00 Ferðaþjónusta er í eðli sínu fjölbreytt, litskrúðug og skapandi atvinnugrein sem byggir 80-90% á frumkvöðlum, eldhugum og einstaklingum sem hafa skapað sjálfum sér og fjölskyldu sinni atvinnu um allar landsbyggðir Íslands. 10-20% greinarinnar byggir á stórfyrirtækjum í ferðaþjónustu með hundruð og sum þúsundir starfsmanna. Eðlilega eru ekki sömu þarfir eða lausnir sem duga í því ástandi sem við stöndum frammi fyrir núna en á sama tíma þurfum við að sjá fyrir öfluga endurreisn í nýjum veruleika. Öll sú fjárfesting og þrotlaus uppbygging aðila í allri virðskeðju ferðaþjónustunnar er mikilvæg og hana verður að standa vörð um. Við verðum að finna leiðir til að koma fyrirtækjum í var til þess að vernda grunninn, grunnin sem mun gefa okkur tækifæri á að byggja upp að nýju, ekki frá grunni heldur á sterkum grunni. Hvað þarf að gera? - Það er verk að vinna! Ræsum bakvarðasveit ferðaþjónustunnar og höldum mikilvægri innviðauppbyggingu áfram. Gefum fólki færi á að vinna að verkefnum sem efla fyrirtækin ásamt því að gefa starfsmönnum á hlutabótlaleið tækifæri á að vinna þörf verkefni þrátt fyrir skert starfshlutfall. Ekkert er verra en verkefna og tilgangsleysi. Virkjum hugvitið og vinnum saman. - Hlúum áfram að nýsköpun á öllum stigum ferðaþjónustunnar. Um allt land hafa verið byggðir upp áfanga og áningastaðir sem draga að sér ævintýraþyrsta ferðalanga allsstaðar að úr heiminum. Dugar að nefna Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal á Austurlandi, Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit, Cave People á Suðurlandi, Lava Center á Hvolsvelli, Lava Show á Vík, Snow Dogs á Mývatni, Pink Iceland í Reykavík, Sjóböðin á Húsavík, Vök Baths við Egilsstaði, Efstidalur í uppsveitum suðurlands, Borea Adventures á Ísafirði og svo miklu miklu fleiri. Súrefni til allra þeirra fyrirtækja sem kryddað hafa landið af fjölbreyttri þjónustu, lífi og litskrúðugra samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Í sumar líkt og önnur sumur gefst Íslendingum kjörið tækifæri að upplifa þessar perlur sem vonandi verður raunin um ókomin ár í framhaldi. - Hugvit og tækni í ferðaþjónustu. Hugum að tækniþróun, sjálfvirknivæðingu og markaðssetningu sem byggir upp innviði fyrirtækjanna sjálfra og skilur hagnaðinn eftir heima í hlaði. Ótal tæknifyrirtæki hafa stigið fram á sviðið undanfarin ár með frábærar lausnir fyrir ferðþjónustufyrirtæki þar sem unnið er að aukinni framlegð, minni sóun, minni kostnaði og sterkara viðskiptavinasambandi. Tæknifyrirtæki á borð við GoDo, Ferðavefi, Splitti, Travelade, SmartGuide, Corivo, Origo, Sahara, Hótelráðgjöf, Bókun og Advania eru dæmi um aðila sem hafa sérsniðnar tæknilausnir á litlum og stórum skala. Mikilvægast fyrir neytendur er að hafa í huga að bóka ferðina sína eða hótelherbergið alltaf beint hjá þjónustuaðila eða í gegnum íslenskar bókunarsíður sé þess kostur. Með því tryggjum við að kostnaður við þjónustu milliliða verði eftir í íslensku hagkerfi en hverfi ekki úr landi í gegnum stórar alþjóðlegar bókunarsíður. Markaðssetning á Íslandi sem áfangastað verður að taka mið af þessum mikilvæga þætti því þarna er sannarlega verk að vinna. - Leiðandi í sjálfbærni og ábyrgri ferðaþjónustu. Tæplega 200 fyrirtæki eru í dag virkir þátttakendur í verkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu. Loforð þeirra er að ganga vel um náttúru og umhverfi, koma fram við starfsmenn og gesti af háttvísi, efla nærsamfélagið sitt og tryggja öryggi gesta sinna öllum stundum. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa rétta hugafarið til að byggja upp ferðaþjónustu í hinni nýju veröld. Vinnum með þeim. Ferðaþjónusta til framtíðar verður að byggjast á styrkum stoðum sjálfbærni og nú eigun við allt að vinna til að svo verði. Viðspyrna íslensks samfélags á allt undir því að ferðaþjónustan sameinist um grundvallaratriði sjálfbærni og að jafnvægi sé milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta. Ferðaþjónusta mun án efa verða leiðandi atvinnugrein á Íslandi til frambúðar en best væri að megin stoðir atvinnulífsins stæðu að mestu jöfnum fótum svo tímabundnar sveiflur innan atvinnugreina hefðu sem minnst langtímaáhrif fyrir samfélagið. - Samstaða, samstarf og sterkur grunnur. Gerum allt sem við getum og aðeins meira heldur en það. Samkeppnishæfni Íslands næsta áratuginn stendur og fellur með ákvörðunum sem verða teknar núna. Nú stendur yfir álagspróf á íslenskt samfélag og það er enginn undanskilinn. Hvorki stjórnmálamenn, fyrirtækjaeigendur né starfsmenn. Það þurfa allir að sýna amk 100% frammistöðu, það er ekkert val, enginn varamannabekkur, ekkert pass, enginn frímiði, enginn besti vinur aðal. Núna er tíminn sem hefur aldrei komið áður og mun sennilega ekki koma aftur í bráð. Núna sýnum við úr hverju við erum gerð og gerum þetta almennilega svo sómi sé að. Vinnum þvert á kerfi, brjótum niður múra, sameinumst í verki og göngum stolt inní nýjan áratug sem bíður okkar stútfullur ævintýra akkúrat hinunmegin við hornið! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er í eðli sínu fjölbreytt, litskrúðug og skapandi atvinnugrein sem byggir 80-90% á frumkvöðlum, eldhugum og einstaklingum sem hafa skapað sjálfum sér og fjölskyldu sinni atvinnu um allar landsbyggðir Íslands. 10-20% greinarinnar byggir á stórfyrirtækjum í ferðaþjónustu með hundruð og sum þúsundir starfsmanna. Eðlilega eru ekki sömu þarfir eða lausnir sem duga í því ástandi sem við stöndum frammi fyrir núna en á sama tíma þurfum við að sjá fyrir öfluga endurreisn í nýjum veruleika. Öll sú fjárfesting og þrotlaus uppbygging aðila í allri virðskeðju ferðaþjónustunnar er mikilvæg og hana verður að standa vörð um. Við verðum að finna leiðir til að koma fyrirtækjum í var til þess að vernda grunninn, grunnin sem mun gefa okkur tækifæri á að byggja upp að nýju, ekki frá grunni heldur á sterkum grunni. Hvað þarf að gera? - Það er verk að vinna! Ræsum bakvarðasveit ferðaþjónustunnar og höldum mikilvægri innviðauppbyggingu áfram. Gefum fólki færi á að vinna að verkefnum sem efla fyrirtækin ásamt því að gefa starfsmönnum á hlutabótlaleið tækifæri á að vinna þörf verkefni þrátt fyrir skert starfshlutfall. Ekkert er verra en verkefna og tilgangsleysi. Virkjum hugvitið og vinnum saman. - Hlúum áfram að nýsköpun á öllum stigum ferðaþjónustunnar. Um allt land hafa verið byggðir upp áfanga og áningastaðir sem draga að sér ævintýraþyrsta ferðalanga allsstaðar að úr heiminum. Dugar að nefna Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal á Austurlandi, Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit, Cave People á Suðurlandi, Lava Center á Hvolsvelli, Lava Show á Vík, Snow Dogs á Mývatni, Pink Iceland í Reykavík, Sjóböðin á Húsavík, Vök Baths við Egilsstaði, Efstidalur í uppsveitum suðurlands, Borea Adventures á Ísafirði og svo miklu miklu fleiri. Súrefni til allra þeirra fyrirtækja sem kryddað hafa landið af fjölbreyttri þjónustu, lífi og litskrúðugra samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Í sumar líkt og önnur sumur gefst Íslendingum kjörið tækifæri að upplifa þessar perlur sem vonandi verður raunin um ókomin ár í framhaldi. - Hugvit og tækni í ferðaþjónustu. Hugum að tækniþróun, sjálfvirknivæðingu og markaðssetningu sem byggir upp innviði fyrirtækjanna sjálfra og skilur hagnaðinn eftir heima í hlaði. Ótal tæknifyrirtæki hafa stigið fram á sviðið undanfarin ár með frábærar lausnir fyrir ferðþjónustufyrirtæki þar sem unnið er að aukinni framlegð, minni sóun, minni kostnaði og sterkara viðskiptavinasambandi. Tæknifyrirtæki á borð við GoDo, Ferðavefi, Splitti, Travelade, SmartGuide, Corivo, Origo, Sahara, Hótelráðgjöf, Bókun og Advania eru dæmi um aðila sem hafa sérsniðnar tæknilausnir á litlum og stórum skala. Mikilvægast fyrir neytendur er að hafa í huga að bóka ferðina sína eða hótelherbergið alltaf beint hjá þjónustuaðila eða í gegnum íslenskar bókunarsíður sé þess kostur. Með því tryggjum við að kostnaður við þjónustu milliliða verði eftir í íslensku hagkerfi en hverfi ekki úr landi í gegnum stórar alþjóðlegar bókunarsíður. Markaðssetning á Íslandi sem áfangastað verður að taka mið af þessum mikilvæga þætti því þarna er sannarlega verk að vinna. - Leiðandi í sjálfbærni og ábyrgri ferðaþjónustu. Tæplega 200 fyrirtæki eru í dag virkir þátttakendur í verkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu. Loforð þeirra er að ganga vel um náttúru og umhverfi, koma fram við starfsmenn og gesti af háttvísi, efla nærsamfélagið sitt og tryggja öryggi gesta sinna öllum stundum. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa rétta hugafarið til að byggja upp ferðaþjónustu í hinni nýju veröld. Vinnum með þeim. Ferðaþjónusta til framtíðar verður að byggjast á styrkum stoðum sjálfbærni og nú eigun við allt að vinna til að svo verði. Viðspyrna íslensks samfélags á allt undir því að ferðaþjónustan sameinist um grundvallaratriði sjálfbærni og að jafnvægi sé milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta. Ferðaþjónusta mun án efa verða leiðandi atvinnugrein á Íslandi til frambúðar en best væri að megin stoðir atvinnulífsins stæðu að mestu jöfnum fótum svo tímabundnar sveiflur innan atvinnugreina hefðu sem minnst langtímaáhrif fyrir samfélagið. - Samstaða, samstarf og sterkur grunnur. Gerum allt sem við getum og aðeins meira heldur en það. Samkeppnishæfni Íslands næsta áratuginn stendur og fellur með ákvörðunum sem verða teknar núna. Nú stendur yfir álagspróf á íslenskt samfélag og það er enginn undanskilinn. Hvorki stjórnmálamenn, fyrirtækjaeigendur né starfsmenn. Það þurfa allir að sýna amk 100% frammistöðu, það er ekkert val, enginn varamannabekkur, ekkert pass, enginn frímiði, enginn besti vinur aðal. Núna er tíminn sem hefur aldrei komið áður og mun sennilega ekki koma aftur í bráð. Núna sýnum við úr hverju við erum gerð og gerum þetta almennilega svo sómi sé að. Vinnum þvert á kerfi, brjótum niður múra, sameinumst í verki og göngum stolt inní nýjan áratug sem bíður okkar stútfullur ævintýra akkúrat hinunmegin við hornið! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun