Íslenskt ferðasumar Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2020 08:00 Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun