Ferðaþjónustan föst í ruglinu? Guðbjörg Kristmundsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar