Nýtum tímann til að undirbúa framtíðina Sólborg Lilja Steinþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:00 Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun