Forsendur fjárlaga um verðmætasköpun samfélagsins standa og falla með fyrirsjáanleika í sóttvörnum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 5. október 2020 16:00 Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? Í fjárlögum fyrir árið 2021 eru lagðar fram forsendur fyrir tekjuöflun ríkisins á næsta ári sem byggja m.a. á spá um verðmætasköpun í atvinnuvegum, fjárfestingu, einkaneyslu og fleiri þáttum sem fléttast saman í væntingar um það hvernig hagvöxtur og fjármál ríkisins muni þróast milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu segir m.a.: „Efnahagsbatinn í spánni er einkum drifinn áfram af vexti í útfluttri ferðaþjónustu, einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu eftir áfall yfirstandandi árs. Á móti vegur aukinn innflutningur. Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi úr um 500.000 árið 2020 í rúm 900.000 árið 2021 og að það eigi stærstan þátt í að valda því að þjónustuútflutningur vaxi um þriðjung.“ Þetta þýðir að forsendur fjárlaga um efnahagslega viðspyrnu og tæplega 4% hagvöxt á árinu 2021 – og þar með tekjur ríkisins sem nýta má til útgjalda í heilbrigðismál og önnur verkefni samfélagsins – byggja að stórum hluta á því að ferðaþjónustan taki rækilega við sér á næsta ári. Þetta eru auðvitað engin ný tíðindi, aðeins staðfesting á því sem fjármálaráðherra og ýmsir greiningaraðilar hafa ítrekað bent á síðustu vikur og mánuði. En hér eru væntingar og tölur komnar á blað og í umfjöllun á Alþingi. Og þá kemur að tengslunum við sóttvarnaraðgerðir á landamærum. Tengslin eru þau að ef ekki verður horfið frá núverandi ferðatakmörkunum og tekin upp aðferðafræði varðandi sóttvarnir sem er fyrirsjáanleg til næstu mánaða fram í tímann og tryggir að ferðamenn geti komið til landsins án margra sóttkvíardaga, verða forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári þegar brostnar um áramótin. Hvers vegna? Ferðamenn flæða ekki bara út úr flugvélum í Keflavík í maí 2021 eins og skrúfað sé frá krana. Til að ná að tryggja forsendur fjárlaga um 900 þúsund ferðamenn til Íslands á næsta ári þarf að selja þeim ferðirnar með löngum fyrirvara. Sala ferða til Íslands fer að stórum hluta fram 8-12 mánuðum áður en ferðamaðurinn sest upp í flugvélina. Þannig er bókunartímabil stórra erlendra ferðaskrifstofa á ferðum til Íslands næsta sumar nú þegar hafið. Þessar ferðaskrifstofur selja hundruðum þúsunda ferðamanna Íslandsferðir og eru mikilvægustu samstarfsaðilar Icelandair og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Eins og staðan er í dag halda þessir stóru aðilar að sér höndum því að óvissa um sóttvarnir á landamærum Íslands kemur í veg fyrir að hægt sé að selja ferðir hingað til lands. Reglurnar eru þær ströngustu í Evrópu og ekkert liggur fyrir um það hvernig eða hvort þær muni breytast inn í næstu mánuði og næsta ár. Það vantar fyrirsjáanleika – reglur sem hægt er að vinna með og treysta á að verði stöðugar. Hið sama mun gilda um ferðamenn á eigin vegum sem bóka nær brottför, með frá um 8 mánaða fyrirvara, en mikilvægasta bókunartímabil þeirra fyrir sumarið 2021 mun hefjast í janúar og standa fram eftir árinu. Framboð flugsæta til landsins skýrist að miklu leyti af því hversu mikil eftirspurnin er hjá ferðaskrifstofum og einstaklingum í aðdragandanum. Hafi þeir ekki vissu fyrir því að ferðin dýra til Íslands muni ganga upp munu þeir ekki kaupa hana. Þetta er því í raun mjög einfalt: Frá og með deginum í dag þýðir hver vika þar sem vantar fyrirsjáanlegar sóttvarnarreglur sem ferðaþjónustan getur unnið með, tapaðar tekjur fyrir samfélagið á árinu 2021, minni verðmæti af færri ferðamönnum, færri krónur í ríkiskassann, minni hagvöxt. Því þarf að bregðast hratt við. En eru ekki allir hættir að ferðast hvort sem er? Nei. Ýmsir hafa haldið því fram að í raun skipti ekki máli að ferðamenn þurfi að fara í fimm daga sóttkví á Íslandi því að nú sé fólk hvort eð er hætt að ferðast milli landa vegna þess að Covid-19 sé að fjölga á ný í Evrópu. Það er rangt. Einfaldast er að líta á tölur um þróun flugumferðar í Evrópu og bera þær saman við flugumferð til og frá Íslandi fyrir og eftir að sóttvarnarráðstafanir breyttust þann 19. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt tölum frá Airports Council International var meðaltal flugumferðar með ferðamenn í Evrópu í lok ágúst 33% af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Til samanburðar var flugumferð til og frá Íslandi á sama tíma – eftir breytinguna á landamærunum – aðeins 4% af því sem hún var í fyrra. Á tímabilinu sem Ísland var „opið“ frá 15. júní til 19. ágúst var flugumferð til og frá Íslandi hins vegar 16% af því sem hún var á sama tíma árið 2019. Það er því engum blöðum um það að fletta að það eru sóttvarnarreglur sem skylda ferðamenn í fimm daga sóttkví sem nú stöðva ferðamannastraum og flugumferð til Íslands. Enda er það svo að þeir ferðamenn sem við fluttum til landsins í sumar voru þeir sem voru tilbúnir að ferðast þrátt fyrir Covid-19. Sami hópur er enn að ferðast um Evrópu í dag og mun halda því áfram. Hvað þarf að gera? Því er alveg ljóst að ef núverandi reglur verða áfram í gildi og ekkert liggur fyrir um nýja og fyrirsjáanlega aðferðafræði gagnvart sóttvörnum og ferðamönnum munu forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári verða brostnar áður en árið 2021 er gengið í garð, því að sala ferða til Íslands á næsta ári mun að stærstum hluta liggja niðri vegna óvissu um sóttvarnareglur. Verðmætasköpunin getur þá ekki hafist af þeim krafti sem til þarf. Ef hins vegar eru settar fyrirsjáanlegar og varanlegar reglur um sóttvarnir á landamærum sem ferðamenn, ferðaskrifstofur og flugfélög geta treyst á og unnið með (og rétt er að geta þess að það er hægt án þess að auka áhættu umfram núverandi reglur) er möguleiki að tryggja þá verðmætasköpun sem möguleg er við núverandi aðstæður og tryggja þann grunn að efnahagslegri viðspyrnu samfélagsins sem við þörfnumst öll. En tíminn til þess er talinn í vikum, ekki mánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvert er samhengi fjárlaga og sóttvarnaraðgerða á landamærum? Í fjárlögum fyrir árið 2021 eru lagðar fram forsendur fyrir tekjuöflun ríkisins á næsta ári sem byggja m.a. á spá um verðmætasköpun í atvinnuvegum, fjárfestingu, einkaneyslu og fleiri þáttum sem fléttast saman í væntingar um það hvernig hagvöxtur og fjármál ríkisins muni þróast milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu segir m.a.: „Efnahagsbatinn í spánni er einkum drifinn áfram af vexti í útfluttri ferðaþjónustu, einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu eftir áfall yfirstandandi árs. Á móti vegur aukinn innflutningur. Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi úr um 500.000 árið 2020 í rúm 900.000 árið 2021 og að það eigi stærstan þátt í að valda því að þjónustuútflutningur vaxi um þriðjung.“ Þetta þýðir að forsendur fjárlaga um efnahagslega viðspyrnu og tæplega 4% hagvöxt á árinu 2021 – og þar með tekjur ríkisins sem nýta má til útgjalda í heilbrigðismál og önnur verkefni samfélagsins – byggja að stórum hluta á því að ferðaþjónustan taki rækilega við sér á næsta ári. Þetta eru auðvitað engin ný tíðindi, aðeins staðfesting á því sem fjármálaráðherra og ýmsir greiningaraðilar hafa ítrekað bent á síðustu vikur og mánuði. En hér eru væntingar og tölur komnar á blað og í umfjöllun á Alþingi. Og þá kemur að tengslunum við sóttvarnaraðgerðir á landamærum. Tengslin eru þau að ef ekki verður horfið frá núverandi ferðatakmörkunum og tekin upp aðferðafræði varðandi sóttvarnir sem er fyrirsjáanleg til næstu mánaða fram í tímann og tryggir að ferðamenn geti komið til landsins án margra sóttkvíardaga, verða forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári þegar brostnar um áramótin. Hvers vegna? Ferðamenn flæða ekki bara út úr flugvélum í Keflavík í maí 2021 eins og skrúfað sé frá krana. Til að ná að tryggja forsendur fjárlaga um 900 þúsund ferðamenn til Íslands á næsta ári þarf að selja þeim ferðirnar með löngum fyrirvara. Sala ferða til Íslands fer að stórum hluta fram 8-12 mánuðum áður en ferðamaðurinn sest upp í flugvélina. Þannig er bókunartímabil stórra erlendra ferðaskrifstofa á ferðum til Íslands næsta sumar nú þegar hafið. Þessar ferðaskrifstofur selja hundruðum þúsunda ferðamanna Íslandsferðir og eru mikilvægustu samstarfsaðilar Icelandair og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Eins og staðan er í dag halda þessir stóru aðilar að sér höndum því að óvissa um sóttvarnir á landamærum Íslands kemur í veg fyrir að hægt sé að selja ferðir hingað til lands. Reglurnar eru þær ströngustu í Evrópu og ekkert liggur fyrir um það hvernig eða hvort þær muni breytast inn í næstu mánuði og næsta ár. Það vantar fyrirsjáanleika – reglur sem hægt er að vinna með og treysta á að verði stöðugar. Hið sama mun gilda um ferðamenn á eigin vegum sem bóka nær brottför, með frá um 8 mánaða fyrirvara, en mikilvægasta bókunartímabil þeirra fyrir sumarið 2021 mun hefjast í janúar og standa fram eftir árinu. Framboð flugsæta til landsins skýrist að miklu leyti af því hversu mikil eftirspurnin er hjá ferðaskrifstofum og einstaklingum í aðdragandanum. Hafi þeir ekki vissu fyrir því að ferðin dýra til Íslands muni ganga upp munu þeir ekki kaupa hana. Þetta er því í raun mjög einfalt: Frá og með deginum í dag þýðir hver vika þar sem vantar fyrirsjáanlegar sóttvarnarreglur sem ferðaþjónustan getur unnið með, tapaðar tekjur fyrir samfélagið á árinu 2021, minni verðmæti af færri ferðamönnum, færri krónur í ríkiskassann, minni hagvöxt. Því þarf að bregðast hratt við. En eru ekki allir hættir að ferðast hvort sem er? Nei. Ýmsir hafa haldið því fram að í raun skipti ekki máli að ferðamenn þurfi að fara í fimm daga sóttkví á Íslandi því að nú sé fólk hvort eð er hætt að ferðast milli landa vegna þess að Covid-19 sé að fjölga á ný í Evrópu. Það er rangt. Einfaldast er að líta á tölur um þróun flugumferðar í Evrópu og bera þær saman við flugumferð til og frá Íslandi fyrir og eftir að sóttvarnarráðstafanir breyttust þann 19. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt tölum frá Airports Council International var meðaltal flugumferðar með ferðamenn í Evrópu í lok ágúst 33% af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Til samanburðar var flugumferð til og frá Íslandi á sama tíma – eftir breytinguna á landamærunum – aðeins 4% af því sem hún var í fyrra. Á tímabilinu sem Ísland var „opið“ frá 15. júní til 19. ágúst var flugumferð til og frá Íslandi hins vegar 16% af því sem hún var á sama tíma árið 2019. Það er því engum blöðum um það að fletta að það eru sóttvarnarreglur sem skylda ferðamenn í fimm daga sóttkví sem nú stöðva ferðamannastraum og flugumferð til Íslands. Enda er það svo að þeir ferðamenn sem við fluttum til landsins í sumar voru þeir sem voru tilbúnir að ferðast þrátt fyrir Covid-19. Sami hópur er enn að ferðast um Evrópu í dag og mun halda því áfram. Hvað þarf að gera? Því er alveg ljóst að ef núverandi reglur verða áfram í gildi og ekkert liggur fyrir um nýja og fyrirsjáanlega aðferðafræði gagnvart sóttvörnum og ferðamönnum munu forsendur fjárlaga um tekjuöflun ríkisins og hagvöxt á næsta ári verða brostnar áður en árið 2021 er gengið í garð, því að sala ferða til Íslands á næsta ári mun að stærstum hluta liggja niðri vegna óvissu um sóttvarnareglur. Verðmætasköpunin getur þá ekki hafist af þeim krafti sem til þarf. Ef hins vegar eru settar fyrirsjáanlegar og varanlegar reglur um sóttvarnir á landamærum sem ferðamenn, ferðaskrifstofur og flugfélög geta treyst á og unnið með (og rétt er að geta þess að það er hægt án þess að auka áhættu umfram núverandi reglur) er möguleiki að tryggja þá verðmætasköpun sem möguleg er við núverandi aðstæður og tryggja þann grunn að efnahagslegri viðspyrnu samfélagsins sem við þörfnumst öll. En tíminn til þess er talinn í vikum, ekki mánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun