Skýrsla um dánaraðstoð lögð fram á Alþingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 16:27 Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta á Íslandi. GETTY/MOTORTION Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram skýrslu um dánaraðstoð á Alþingi. Í skýrslunni er m.a. fjallað um þróun lagaramma í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð, um tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar í þeim löndum og hver reynslan hefur verið. Ekki er tekin afstaða til þess hvort heimila eigi dánaraðstoð í skýrslunni heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um efnið, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í skýrslunni er einnig reifuð opinber umræða um dánaraðstoð í nokkrum löndum þar sem dánaraðstoð er ekki leyfð og um mögulegar lagabreytingar hvað það varðar, einkum hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, í Þýskalandi og Kanada. Í skýrslubeiðninni til heilbrigðisráðherra er óskað eftir umfjöllun um hvort tækt sé að gera viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar, annars vegar hvort starfsmenn telji dánaraðstoð vera réttlætanlega í ákveðnum tilfellum og hins vegar hvort þeir væru tilbúnir að verða við slíkri ósk að uppfylltum skilyrðum og að því gefnu að það samræmdist íslenskum lögum. Í skýrslunni er slík könnun talin möguleg og jafnframt bent á að hugsanlega þyrfti einnig að kanna viðhorf almennings í þessu sambandi. Skýrsluna má nálgast í heild hér. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði skýrslubeiðnina fram. Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist þó ljóst að dánaraðstoð eigi ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp ætti heima á vettvangi læknisfræðinnar. Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Heilbrigðismál Alþingi Líknardráp Tengdar fréttir Dánaraðstoð í Sviss Reynslusaga mín sem hef tvisvar á sex árum upplifað dánaraðstoð við náinn aðstandanda. 12. september 2019 07:30 Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. 9. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram skýrslu um dánaraðstoð á Alþingi. Í skýrslunni er m.a. fjallað um þróun lagaramma í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð, um tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar í þeim löndum og hver reynslan hefur verið. Ekki er tekin afstaða til þess hvort heimila eigi dánaraðstoð í skýrslunni heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um efnið, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í skýrslunni er einnig reifuð opinber umræða um dánaraðstoð í nokkrum löndum þar sem dánaraðstoð er ekki leyfð og um mögulegar lagabreytingar hvað það varðar, einkum hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, í Þýskalandi og Kanada. Í skýrslubeiðninni til heilbrigðisráðherra er óskað eftir umfjöllun um hvort tækt sé að gera viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar, annars vegar hvort starfsmenn telji dánaraðstoð vera réttlætanlega í ákveðnum tilfellum og hins vegar hvort þeir væru tilbúnir að verða við slíkri ósk að uppfylltum skilyrðum og að því gefnu að það samræmdist íslenskum lögum. Í skýrslunni er slík könnun talin möguleg og jafnframt bent á að hugsanlega þyrfti einnig að kanna viðhorf almennings í þessu sambandi. Skýrsluna má nálgast í heild hér. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði skýrslubeiðnina fram. Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist þó ljóst að dánaraðstoð eigi ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp ætti heima á vettvangi læknisfræðinnar. Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið.
Heilbrigðismál Alþingi Líknardráp Tengdar fréttir Dánaraðstoð í Sviss Reynslusaga mín sem hef tvisvar á sex árum upplifað dánaraðstoð við náinn aðstandanda. 12. september 2019 07:30 Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. 9. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Dánaraðstoð í Sviss Reynslusaga mín sem hef tvisvar á sex árum upplifað dánaraðstoð við náinn aðstandanda. 12. september 2019 07:30
Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. 9. febrúar 2020 22:45