Innlent

Bein út­sending: Tekist á um sam­göngur í Norðvesturkjördæmi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fundurinn er haldinn í Alþýðjuhúsinu á Ísafirði.
Fundurinn er haldinn í Alþýðjuhúsinu á Ísafirði. Vísir/Einar

Oddvitar í Norðvesturkjördæmi koma saman á opnum fundi á Ísafirði í dag þar sem meðal annars verður rætt um samgönguinnviði og Vestfjarðarlínu. Innviðafélag Vestfjarða heldur fundinn þar sem farið verður yfir hvernig forsvarsmenn flokka bregðast við ákalli um stórátak í uppbyggingu samgönguinnviða.

Í tilkynningu frá Innviðafélaginu segir að fundarefni verði samgöngur á Vestfjörðum, samgöngubætur, samgönguáætlun og hugmyndir sem fram hafa komið hjá Innviðafélaginu sjálfu um sérstakan samgöngusáttmála, sem ber nafnið Vestfjarðalína.

Fulltrúar allra framboða í kjördæminu hafa boðað komu sína á fundinn. Þar munu þeir taka þátt í pallborðsumræðum, ræða stefnu sína og svara spurningum.

Fundurinn hefst klukkan fimm og á að ljúka klukkan hálf sjö. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan.

Þátttakendur í pallborðsumræðum verða:

Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin (S-listi)

Eldur Smári Kristinsson, Lýðræðisflokkurinn (L-listi)

Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins (F-listi)

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, Sósíalistaflokkur (J-listi)

Ingibjörg Davíðsdóttir, Miðflokkurinn (M-listi)

María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn (C-listi)

Ólafur Adolfsson, Sjálfstæðisflokkur (D-listi)

Sigríður Gísladóttir, Vinstrihreyfingin Grænt framboð (V-listi)

Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokkur (B-listi)

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Píratar (P-listi)

Fundarstjórar verða Gísli Freyr Valdórsson fjölmiðlamaður og stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmála, og Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður og ritstjóri Spursmála í Morgunblaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×