Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 09:29 Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Vísir Framkvæmdastjóri markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu segist ekki sammála því að skoðanakannanir séu ónákvæmar. Könnunum sé ekki ætlað að vera spá um úrslit kosninga heldur að mæla stöðuna á hverjum tíma. Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira