„Stíflan mun drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 09:26 Bóndinn Makhluf Abu Kassem situr með öðrum bændum úr Öðru þorpi. Þeir sitja í skugga dauðs pálmatrés en nokkur ár eru síðan allt landið var í rækt. AP/Nariman El-Mofty Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði. Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði.
Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira