Eftir gífurlega fótboltaveislu síðustu daga er aðeins rólegra um að litast hjá okkur í dag en þó nóg af fótbolta sem og golfi.
Við sýnum leik Selfoss og KR beint klukkan 18:00. Selfyssingar vilja eflaust bæta upp fyrir gríðarlega svekkjandi tap gegn Fylki á dögunum og þá þurfa KR-ingar að rífa sig upp eftir aðra sóttkví sumarsins. Liðið þarf á stigum að halda til að sogast ekki niður í fallbaráttuna.
Eftir leik verða Pepsi Max Mörkin í umsjón Helenu Ólafsdóttur á dagskrá. Að honum loknum mæta þeir Vilhjámur Freyr, skiptatækjamaður, og Andri Geir, heimspekinemi, með hinn geysivinsæla þátt Steve Dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Við sýnum beint frá ISPS Handa Wales Open-mótinu í golfi. Er það hluti af Evrópumótaröðinni.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 16:00 verður beint útsending frá Meistaradeild Evrópu í eFótbolta.
Golfstöðin
Nóg af beinum útsendingum er úr golfheiminum í dag. Við byrjum snemma á beinni útsendingu frá AIG Women´s British Open á LPGA mótaröðinni.
Um kvöldmatarleytið verður svo sýnt beint frá Northern Trust-mótinu en það er hluti af PGA-mótaröðinni.