Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. febrúar 2020 19:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira