Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. febrúar 2020 19:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira